Unga Ísland - 01.07.1944, Page 27

Unga Ísland - 01.07.1944, Page 27
Það er bezt að segja hverja sögu eins og hún gengur, söguna við getum kallað: Einu sinni var drengur Svo ætla ég að taka fram, áður en meira er búið, þið eruð sjálfráð, börn mín, hvort sögunni þið trúið. En sönn er hún þó auðvitað, því leyft er ekki í lögum að leggja það í vana sinn að skrökva upp heilum sögum. Það var hérna einn morgun, er aðrir brugðu blundi, í bólinu lá Gunnar litli, emjaði og stundi. En Stína litla systir hans klæddi sig í kjólinn og kallaði til Gunnars: — Hann fer að byrja skólinn, og komdu þér á lappir og klæddu þig nú drengur. Eða kannske ertu ekki frá því, þú megir sofa lengur, ef liggur þú í bælinu og þykist vera veikur, en vita skaltu að slíkt er nú hættulegur leikur. En Gunnar litli svaraði ekki, í honum bara umdi, eins og bifreið fari í gang hann hóstaði og rumdi. í því kom hún mamma þeirra. — Almáttugur, sagði ’ún, ertu svona veikur, Gunnar? Hönd á enni hans lagði hún, en Stína sagðist þekkja, hann væri ei veikur trassinn, hann verðskuldaði bara, að fá nokkur högg á rassinn. Mamma sagði: — Ljótt er að segja svona, Stína, settu undireins bækurnar í skólatösku þína! Hún kvað Stínu ei geta vitað, hvað aðrir yrðu að þola og óðar sótti hún hoffmannsdropa og hvítasykurmola og sagði við hann Gunnar: — Hana, settu þetta í stútinn, við sjáum tfl, það læknar máske, blessaðan labbakútinn. Stína hló og hélt enga hættu, ’ann væri að deyja, hún kvaðst það af reynslunni . fullyrða og segja, að stráknum yrði skánað, þegar skólinn væri á enda, skrítið væri, að minnsta kosti, að þetta skyldi henda svo oft þegar í skólann hann ætti að fara að fara. — Það finnst mér eitthvað dularfullt. Ég segi það nú bara. Sem betur fór varð svo, að sannspá reyndist Stína, því sama dag lék Gunnar með tindátana sína. En mamma hélt, það gæti orðið heilsu hans til baga að hann færi í skólann til að læra næstu daga. Og svo. var Gunnar Iitli þá látinn vera heima, UNGA ÍSLAND 113

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.