Unga Ísland - 01.07.1944, Page 45

Unga Ísland - 01.07.1944, Page 45
Bifreiðarnar Fyrstu vagnar, knúðir bensínhreyflum, sem sögur fara af, voru smíðaðir í Þýzka- landi og komu fram á sjónarsviðið árið 1885. Tveir þýzkir verkfræðingar fundu þá upp og vissi þó hvorugur um annan. Hétu þeir Daimler og Benz. Sá fyrr nefndi átti heima í Kamstadt, hinn í Mannheim. Þetta voru fyrstu bifreiðar heimsins, og vöktu þær þegar í stað mikla athygli, en það liðu mörg ár þangað til þær voru al- mennt notaðar. Framan af voru þær svo dýrar, að auðmönnum einum var fært að eignast þær, og sagan segir, að tvenns konar verðlag hefði verið gildandi í sumum veit- ingahúsum erlendis, annað fyrir bifreiða- eigendur en hitt fyrir venjulegt fólk. Enginn maður hefur átt meiri þátt í þróun bifreiðaiðnaðarins en Ameríkumað- urinn Henry Ford. Fyrstu bifreið sína smíðaði hann árið 1893. Ekki var hún ásjá- leg og hroðalegur hávaði var samfara akstri hennar. Eigi að síður vakti hún mikla athygli og Ford varð að festa hana með hlekkjum, þegar hann fór úr henni, svo að óviðkomandi menn tækju hana ekki til að reyna, hvernig hún væri. Níu árum síðar, 1902, reisti Ford bif- reiðaverksmiðjur sínar í borginni Detroit í Bandaríkjunum og eru þær nú fyrir löngu orðnar heimsfrægar. í þessum verksmiðjum lét Ford smíða sterkar og tiltölulega ódýrar bifreiðar, sem náðu mikilli útbreiðslu um allan heim. Eru þær þekktar undir nafninu „gamli Ford“ og hafa víða verið til fram að þessu. Eftir að hann kom til sögunnar fóru bifreiðarnar fyrst að verða almenningi til gagns. Margar tegundir bifreiða, ódýrari og Bifreið Thomsens kaupmanns. F-yrsta bif- reið, sem ók um íslenzka vegi — UNGA ÍSLAND 131

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.