Unga Ísland - 01.07.1944, Síða 54

Unga Ísland - 01.07.1944, Síða 54
BÖRNIN SKRIFA Þrjár telpur úr U. R. í. „Sóley“ hafa sent Unga íslanrli sögurnar, sem hér fara á eftir. Ungliðadeild þessi starfar í Austurbæjarskólanum í Reykjavik í 12 ára H. 1944—45. ★ BAUNABYSSAN Einu sinni var dregnur, sem hét Jón. Ilann varð tíu ára þann 17. jiiní, en þá hafði hann fengið eina gjöf, sem honum þótti mjög vænt um. I>að var baunabyssa. Byssuna háfði bezti vinur hans, Jóhannes að nafni gefið honum. Þeim þótti mjög vænt um hvorn annan. Þeir áttu nú báðir eins byssur, og voru oft að leika sér að því að reyna að hæfa eitthvað sérstakt mark. Einu sinni, sem oftar, þegar þeir voru með byssurnar og reyndu að hæfa tré eitt, vildi svo illa til, að þeir misstu marks og brutu rúðu í húsi einu, sem stóð þar hjá. Dreng- irnir urðu nú hræddir en ákváðu þó að segja satt. Þeir fóru nú inn í húsið óg sögðu frá því, sem þeir höfðu gert. Frúnni brá við og ætlaði að fara að ávíta þá, en þá kom maður til þeirra og sagðist skyldi borga rúðuna. Drengirnir urðu mjög hissa er þeir heyrðu þetta, því að þeir þekktu ekki manninn. Þessi maður sagði nú frá því, að hann hefði séð til þeirra og vissi, að þeir væru góðir drengir og segðu satt. Drengirnir þökkuðu manninum fyrir og kvöddu. En eftir þetta voru þeir aldrei með byssurnar nálægt gluggum eða öðru, þar sem tjón gat hlotizt af. Anna Skarphéðinsdóttir JÓLASAGA Aðfangadagurinn var kominn. Mamma Siggu var að láta ýmislegt góðgæti í körfu, sem Sigga ætlaði að fara með til ekkjunn- ar, sem átti heima þar fyrir neðan. Ekkja þessi hét María. Hún hafði misst mann sinn á sjónum í fyrra og stóð ein uppi með átta ára gamla dóttur sína. Mamma henn- ar Siggu var búin að raða matnum í körf- una en rétt í því, þegar Sigga ætlaði að fara, spurði mamma hennar, hvort hana langaði ekki til að gefa dóttur ekkjunnar eitthvað í jólagjöf. Siggu þótti það góð hugmynd, en af því að það var kominn aðfangadagur var öllum búðum lokað, svo að það var ekki hægt að kaupa neitt. En Sigga átti margar brúður og mamma henn- ar tók nú þá fallegustu og sagði, að hún skyldi gefa henni hana. Það þótti Siggu leiðinlegt, því að henni þótti vænzt um þá, sem hún átti að gefa. En hún varð að gegna mömmu sinni. Sigga fór nú til ekkj- unnar í vondu skapi, með brúðuna undir handleggnum innvafða í pappír. Sigga var að hugsa, hvort ekki væri hægt að fela brúðuna, og allt í einu datt henni snjall- ræði í hug. Hún ætlaði að fela brúðuna í holu, sem hún vissi af í kartöflugarði ekkj- unnar. Sigga fór nú með brúðuna þangað og fór síðan til ekkjunnar. Kl. var orðin 6. Sigga var komin í sparifötin og var að ganga inni í borðstofuna, þegar pabbi henn- ar kom og spurði hana, hvort hún vildi ekki koma með sér að skoða jólatréð. En þegar hún kom inn í stofuna, var búið að kveikja á jólatrénu og efst á því hékk stór og falleg brúða, sem Sigga átti að fá. En 140 UNGA ÍSLAND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.