Unga Ísland - 01.07.1944, Side 56

Unga Ísland - 01.07.1944, Side 56
Ævintýri Maríu litlu Einu sinni var lítil stúlka, sem hét María. Foreldrar hennar voru dánir, en hún bjó hjá ömmu sinni. Þær áttu nokkrar kindur og úr ull þeirra vann gamla konan sokka og vettlinga og seldi hverjum, sem hafa vildi. María litla lærði því snemma bæði að prjóna og spinna og varð brátt mjög dugleg við hvorutveggja. Svo bar það við einn dag, að gamla kon- an varð veik og lagðist í rúmið. María settist hjá henni með prjónana sína og sagði: Við skulúm engu kvíða, amma mín, þegar sumarið kemur og sólin fer að skína, þá getum við farið út í skóginn. Og þú getur þá setið í sólargeislanum, látið fara vel um þig, og þá veit ég, að þér batnar. En þegar sumarið kom, var gamla kon- an dáin og María litlá var einstæðingur í veröldinni. Dag nokkurn sat hún á tröppum hússins og var að prjóna. Bandhnykillinn hennar grár og mjúkur lá í kjöltu liennar, en allt í einu skoppaði hann niður á jörðina. — Þú ert meiri óþekktar-anginn! sagði María um leið og hún tók hann’upp og lét hann aftur í kjöltu sína. En þá varð hnykillinn trylltur. Hann hoppaði niður úr kjöltu henpar. Og ekki nóg með það. Hann tók til að hendast og sendast í burt frá henni eftir veginum, eins og þegar bolti skoppar. — Tarna er dáfallegt! tautaði María og hljóp af stað á eftir hnyklinum. En þetta var ekki neinn venjulegur hnykill. María hafði aldrei þvílíkt séð. Þarna hentist hann í löngum stökkum. Hopp, hopp, hopp. Nú fór hann út af veginum, yfir skurðinn og beint til skógar, yfir stokka og steina. Hopp, hopp, hopp. Og María stökk á eftir með sokkinn í hendinni. Þau voru komin langt, langt inn í skóginn og stefndu beint að háu fjalli, sem að síðustu lokaði þeim leiðina. í fjallinu var stórt gljúfur og þang- að inn hvarf hnykillinn.. Gljúfraþröngin, koldimm og ömurleg, lá lengst inn í fjallið í ótal bugðum og krókum. Loks virtust opnast koldimmir gljúfragangar til allra hliða. Og áfram hélt hnykillinn. María litla var svo óttaslegin og utan við sig, að hún sleppti sokknum í gljúfur- opinu, en fylgdi þó þræðinum eftir inn í kolsvart gljúfrið. Hún sá ekki lengur, hvað orðið var af hnyklinum. Loks kom hún þó að opnu svæði inni í fjallinu, þar sem dagsbirtunn- jp- naut á sama hátt og úti fyrir. Hér hafði hnykillinn rakist upp og þráðarendinn blakti í golunni. — Nú vind ég bara hnykilinn upp að nýju, þá finn ég veginn til baka og villist ekki hugsaði María. En henni var forvitni á að rannsaka livers konar staður þetta væri. Hún hafði aldrei komið hingað. Síðan batt lnin þráð- arendanum í lítinn runna og tók að svip- ast um. Hún var stödd á sléttu einni allstórri og vaxinni háu, mjúku grasi. A sléttu þessari voru nokkrar kindur á beit og lítill dreng- ur sat þar skammt frá og gætti þeirra. Hún gekk til drengsins og innti hann eftir, livar hún væri stödd. 142 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.