Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 46

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 46
26 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ar djöfulsins. Eins og við er að bú- ast af æfðum leikritahöfundi, er Kamban og einkar sýnt um að skapa dramatiska atburði, bæði þegar skerst í odda með persónun- um, eða þegar sýnd marklaus at- vik höggva inn í kviku (sbr. barns- gráturinn og Ragnheiður, fjárbón Ragnheiðar o. fl.) En fyrir utan þessa kosti á bók- unum, er ýmislegt fleira, sem gerir þær að merkilegu riti í íslenzkri bókmentasögu. Þess er þá fyrst að geta, sem mest ber á og hefir orðið að ásteyt- ingarsteini fjölda lesenda, að þar sem Kamban lýsir ást þeirra Ragn- heiðar og Daða, fer hann feti lengra í því að lýsa samförum þeirra en áður hefir gert verið á íslenzku. Margir telja þessar lýs- ingar siðspillandi og enn fleiri telja þær ósmekklegar. En aðeins einn af þeim, sem um bókina hafa rit- að, virðist hafa gert sér rétta grein fyrir því, sem fyrir Kamban vakti, er hann skóp Ragnheiði í þessari mynd. Það er Ragnar Kvaran. Hann sýnir fram á það í hinni á- gætu grein sinni “Skáldsögur og ástir’’ (Iðunn 1931), að Kamban hefir gert Ragnheiði slíka sem hún er: 1) af því að hann trúir fast- lega á gildi ástarinnar, og 2) af því að ástin að hans skilningi er eigi aðeins andleg kend, heldur og líkamleg, og fullkomin því aðeins að rækt sé lögð við báðar hliðar. í fyrra atriðinu mun íslenzk nú- tíðaralþýða vera samdóma Kamban; í því síðara er hann á undan al- menningsálitinu, sem er meira og minna vafið í gömlum kenningum kirkjunnar um syndsamleik eða a. m. k. óhrjáleik hinnar holdlegu ást- ar. Þaðan stafa óhljóðin um ósóm- ann og smekkleysið. Hins vegar á Kamban marga skoðanabræður f samtíð sinni (t. d. Kristján Alberts- son), því eins og Kvaran hefir bent á, hafa bæði sálarfræði og’ bókmentir síðari ára beinst inn á. þessar brautir í ástamálunum. Má heita að Kamban hafi runnið skeið- ið á. enda. Ragnheiður er fyrir- myndarkona frá þessu sjónarmiði. Að þvf leyti er hún líka fyllilega í samræmi við nýjustu tízku — og hálfri þriðju öld á undan sín- um tíma. Átökin, sem verða með þeim feðginum, eru því eigi aðeins barátta tveggja sterkra vilja, held- ur berja°t þar sjónarmið 17. og 20. aldar í kynferðismálunum. Þess- ar miklu andstæður auka á listar- gildi skáldsögunnar, að því leyti sem hún er skáldsaga, en draga úr hinu sögulega gildi. í raun og veru er þetta versta tímaskekkja sögunn- ar, eins og Guðbrandur Jónsson, savfræðingurinn, hefir réttilega bent á (Vísir 5. júlí, 31. des. 1931.) Guðbrandur hefir grannskoðacS bókina frá sjónarmiði þeirrar kröfu, sem venjulega er gerð til sögulegr- ar skáldsögu: að hún lýsi öldinní rétt. Og hann kemst að þeirri nið- urstöðu að langt sé frá því að svo sé, einkum sé hinni menningarsögu- levu hlið misboðið. Sýnir hanu fram á þetta með ómótmælanleg- um rökum: frá þessu sjónarmiðf hefir Kamban mistekist, þrátt fyrir allmiklar sögulegar rannsóknir. Þessar rannsóknir, og viðleitni sú er Kamban befir á því að gefa sög- unni blæ aldarinnar, sýna þó a<5 hann hefir viðurkent réttmæti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.