Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Síða 46
26
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ar djöfulsins. Eins og við er að bú-
ast af æfðum leikritahöfundi, er
Kamban og einkar sýnt um að
skapa dramatiska atburði, bæði
þegar skerst í odda með persónun-
um, eða þegar sýnd marklaus at-
vik höggva inn í kviku (sbr. barns-
gráturinn og Ragnheiður, fjárbón
Ragnheiðar o. fl.)
En fyrir utan þessa kosti á bók-
unum, er ýmislegt fleira, sem gerir
þær að merkilegu riti í íslenzkri
bókmentasögu.
Þess er þá fyrst að geta, sem
mest ber á og hefir orðið að ásteyt-
ingarsteini fjölda lesenda, að þar
sem Kamban lýsir ást þeirra Ragn-
heiðar og Daða, fer hann feti
lengra í því að lýsa samförum
þeirra en áður hefir gert verið á
íslenzku. Margir telja þessar lýs-
ingar siðspillandi og enn fleiri telja
þær ósmekklegar. En aðeins einn
af þeim, sem um bókina hafa rit-
að, virðist hafa gert sér rétta grein
fyrir því, sem fyrir Kamban vakti,
er hann skóp Ragnheiði í þessari
mynd. Það er Ragnar Kvaran.
Hann sýnir fram á það í hinni á-
gætu grein sinni “Skáldsögur og
ástir’’ (Iðunn 1931), að Kamban
hefir gert Ragnheiði slíka sem hún
er: 1) af því að hann trúir fast-
lega á gildi ástarinnar, og 2) af
því að ástin að hans skilningi er
eigi aðeins andleg kend, heldur og
líkamleg, og fullkomin því aðeins
að rækt sé lögð við báðar hliðar.
í fyrra atriðinu mun íslenzk nú-
tíðaralþýða vera samdóma Kamban;
í því síðara er hann á undan al-
menningsálitinu, sem er meira og
minna vafið í gömlum kenningum
kirkjunnar um syndsamleik eða a.
m. k. óhrjáleik hinnar holdlegu ást-
ar. Þaðan stafa óhljóðin um ósóm-
ann og smekkleysið. Hins vegar á
Kamban marga skoðanabræður f
samtíð sinni (t. d. Kristján Alberts-
son), því eins og Kvaran hefir
bent á, hafa bæði sálarfræði og’
bókmentir síðari ára beinst inn á.
þessar brautir í ástamálunum. Má
heita að Kamban hafi runnið skeið-
ið á. enda. Ragnheiður er fyrir-
myndarkona frá þessu sjónarmiði.
Að þvf leyti er hún líka fyllilega
í samræmi við nýjustu tízku —
og hálfri þriðju öld á undan sín-
um tíma. Átökin, sem verða með
þeim feðginum, eru því eigi aðeins
barátta tveggja sterkra vilja, held-
ur berja°t þar sjónarmið 17. og
20. aldar í kynferðismálunum. Þess-
ar miklu andstæður auka á listar-
gildi skáldsögunnar, að því leyti sem
hún er skáldsaga, en draga úr hinu
sögulega gildi. í raun og veru er
þetta versta tímaskekkja sögunn-
ar, eins og Guðbrandur Jónsson,
savfræðingurinn, hefir réttilega
bent á (Vísir 5. júlí, 31. des. 1931.)
Guðbrandur hefir grannskoðacS
bókina frá sjónarmiði þeirrar kröfu,
sem venjulega er gerð til sögulegr-
ar skáldsögu: að hún lýsi öldinní
rétt. Og hann kemst að þeirri nið-
urstöðu að langt sé frá því að svo
sé, einkum sé hinni menningarsögu-
levu hlið misboðið. Sýnir hanu
fram á þetta með ómótmælanleg-
um rökum: frá þessu sjónarmiðf
hefir Kamban mistekist, þrátt fyrir
allmiklar sögulegar rannsóknir.
Þessar rannsóknir, og viðleitni sú
er Kamban befir á því að gefa sög-
unni blæ aldarinnar, sýna þó a<5
hann hefir viðurkent réttmæti