Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 82

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 82
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA 62 síðari skáldum. Hann fer einnig skáldlega og fimlega með kenn- ingarnar, og hefir því eflaust ver- ið gagnkunnugur málinu á Eddu- og skáldakvæðunum. Að sjálfsögðu ber mest á þeirri þekkingu hans í “Hænsna-Þóris rímum”, en kenn- ingar má finna miklar víðar í rit- um hans, frumsömdum og þýdd- um. En þó séra Jón væri íslenzkur mjög í anda, var hann ekki með öllu ósnortinn af upplýsingarstefnu Magnúsar Stephensens. Pram að sálmahókardeilunni margumtöluðu, er svo að sjá, sem séra Jón hafi hlyntur veriö þessari nýju stefnu og yrkir hann allmörg kvæði henni til stuðnings ,eins og þegar hefir getið verið. Ennfremur voru fjögur höfuðskálda þeirra, sem hann þýddi mest eftir á íslenzku, skyld að hugsunarliætti, fræðslustefnunni. Það var meira að segja samkvæmt uppástungu Magnúsar Stephensens að séra Jón tókst á hendur að snúa “Messíasarkviðu” Klopstocks á móðurmál sitt, eftir að þýðandinn og Magnús höfðu sæzt heilum sátt- um. Séra Jón er því næsta alhliða fulltrúi íslenzkra bókmentastrauma á sinni öld, þar sem runnu í einn farveg tvær aðalkvíslir, þjóðleg stefna og erlend. Báðar mætast og verða eitt í sumum kvæðum hans. Kvæði Tullins og Klopstocks, eigi sjaldan algerlega í anda upplýsing- arinnar, klæðir þýðandinn í forn- íslenzkan bragarbúning og velur þeim oft orðaval gamla skálda- málsins, — í fljótu bragði harla kynlegt fyrirbrigði, en þegar gerr er athugað, ofur skiljanlegt sam- bland hins nýja og hins gamla. Þegar í minni er borið hversu margt kvæða og heilla rita séra Jón þýddi á íslenzku, mætti ætla að hann hefði orðið fyrir áhrifum, einkum af þeim höfundum erlend- um, sem hann átti lengstar andleg- ar samvistir við: þess verður lítið vart í kveðskap hans. Skýringin liggur ef til vill í því að hann var þroskaður orðinn, þrítugur að aldri þegar hann byrjaði að snúa kvæð- um Túllins, með öðrum orðum kominn af þeim árum, þegar menn eru venjulegast næmastir fyrir að- komandi áhrifum. í minningarkvæði séra Jóns um Halldór Hjálmarsson bregður fyr- ir hugsunum úr “Tilraun um manninn”. “Lucifer” í kvæðinu “Villu vitran” er ef til vill eitt- hvað í ætt við hinn fræga nafna sinn í “Paradísarmissi”. í ritgerð sinni “Yfirlit yfir bókmentir ís- lendinga á 19. öld” (Tímarit Hins ísl. Bókmentafélags, II, 1881) seg- ir Jónas Jónasson frá Hrafnagili um ádeilukvæði séra Jóns, svo sem “Villu vitran” og “Bardagann við ljósið”: “í þessum kvæðurn er auð- fundinn andi Gellerts og heimsá- deiluskáldanna frá þeim tíma, t. d. Baggesens.” Hygg eg að Jónas hafi nokkuð til síns máls. ‘Bardag- inn við Ijósið” er að minsta kosti æði keimlíkur “Gaungumanni” Gel- lerts, er séra Jón þýddi, og undir sarna bragarhætti. En þegar litið er til heildarinnar, eru útlendu á- hrifin í frumkveðnum kvæðum Jóns Þorlákssonar hverfandi. Hann var of sjálfstæður andlega, og of ís-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.