Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 27

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 27
TRÚAR- OG LÍFSSKOÐANIR HELGA HINS MAGRA 7 kölluðu Helga hinn magra, sem hann jafnan síðan hefur verið kall- aður. Eftir það ólst hann upp á ír- landi. En er hann var roskinn, gerð- ist hann virðingarmaður mikill og fékk fyrir konu Þórunni hyrnu, dóttur Ketils flatnefs. Ketill flat- nefur var norskur hersir, sonur Bjarnar bunu, en afkomendur Bjarnar fluttust flestir til íslands, og segir Landnáma, að frá Birni sé nær allt stórmenni á íslandi komið. Haraldur hárfagri hafði lagt undir sig Suðureyjar, en víkingar, Skotar og írar, settust að í eyjunum og herjuðu víða og þar á meðal á Noreg. Setti þá Haraldur konungur Ketil flatnef yfir her, sem hann sendi vestur um haf til þess að vinna eyjarnar aftur. Lagði Ketill oyjarnar undir sig, en neitaði að horga konungi skatt, en konungur tók þá undir sig eignir Ketils þær, sem hann átti í Noregi, en rak burt Björn son hans, er kallaður hefur verið hinn austræni. Fór Björn til íslands og nam land við Breiðafjörð sunnanverðan. Ennfremur fór frá Suðureyjum Helgi bjóla, sonur Ketils, og nam land í landnámi Ingólfs. Og ennfremur settust að í landnámi Ingólfs þeir Örlygur og Þórður synir Hrapps Ketilssonar flatnefs. Auður hin djúpúðga Ketils- úóttir flatnefs giftist Ólafi hvíta, konungi í Dyflinni á írlandi, en eftir úauða manns síns og sonar síns, Borsteins rauðs, er um tíma var konungur í Skotlandi og átt hafði fyrir konu Þuríði systur Helga hins magra, en var felldur af þegnum sínum, þá flutti hún til íslands með skyldulið sitt og nam Breiðafjarðar- dali. Þriðja dóttir Ketils flatnefs var Jórunn mannvitsbrekka, móðir Ket- ils fíflska, landnámsmanns á Síðu. Öll börn Ketils flatnefs, þau er til íslands fóru, voru kristin, nema Björn austræni. Um hann er það sagt, að honum hafi þótt lítilmann- legt að hafna trú feðra sinna. Talið er, að hvergi í landinu hafi kristni haldizt frá því að land var numið og þar til kristni var lögtekin, nema hjá afkomendum Ketils fíflska á Kirkjubæ að Síðu. Um Auði er það sagt, að hún hafi lagt svo fyrir, að hún skyldi grafin í flæðarmáli, því að hún vildi ekki hvíla í óvígðri mold, þar sem hún var kona kristin. Það er sjáanlegt af fornsögunum, að margir þeirra landnámsmanna, er komu frá Bretlandseyjum, hafa talið sig kristna, þótt þeir að ætt og uppruna væru norrænir, en um engan þeirra er sagt, nema Helga magra einan, að þeir hafi verið blandnir í trúnni. Hins vegar má fullyrða, að þeir muni hafa verið það. Kristni landnámsmannanna, er töldu sig kristna, hefur verið heiðin kristni. Þótt þeir teldu sig kristna, hafa þeir haft lífsskoðanir og siða- skoðanir Ásatrúarmanna. Það má telja víst, að Helgi magri hefur í uppvexti sínum kynnzt jöfn- um höndum trúar- og lífsskoðun- um þeim, er faðir hans og föður- frændur höfðu alizt upp við austur í Gautlandi og Noregi, og trú og lífsskoðunum móður sinnar, sem var kristin, sem og hennar ætt- menn. Föðurfrændur hans allir höfðu verið ásatrúar, þar til þeir kynntust kristinni trú í Bretlands- eyjum, og víkingar höfðu þeir verið og voru enn, þótt þeir þættust hafa gengið Kristi á hönd. Kona Helga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.