Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 31

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 31
TRúAR- og lífsskoðanir helga hins magra 11 um helgar hann bæ sinn og heimili, því kallar hann bæ sinn Kristnes. En á sjó úti í hafroki, þar sem hann siglir meðfram hrikalegri strönd lands, sem hann þekkir ekkert nema lítilsháttar af afspurn, í áttina til Lumbshafs, þá finnur haxm tengslin við hinn sterka guð forfeðra sinna, Ása-Þór, sem gaf þeim og honum karlmennskulundina og barðist ó- trauðri baráttu gegn óvættum til- verunnar samkvæmt ótal sögnum um hann, sem hann hafði heyrt föðurfrændur sína segja frá. Hinn kærleiksríki Kristur er of mildur í huga víkingsins á slíkri stund. Og frá hans sjónarmiði var kristin trú °g kristin heimsskoðun fullkomnari en ella, ef Þór var tekinn með sem guð karlmennskunnar. Menning Helga magra var fyrst °g fremst norræn, þótt faðir hans væri gauzkur og móðir hans írsk. Állt frá bernsku hefur hann dvalið uieðal Norðmanna (Austmanna), s]alfur var hann kvæntur norrænni konu, og synir hans kvæntust einnig uorrænum konum. Tengdasynir hans voru og norrænir. Og öll börn kans settust að í Eyjafirði. Hinn Uorræni konungsson, Hámundur heljarskinn, bróðir Geirmundar konungs heljarskinns, byggði að Espihóli. Annar tengdason Helga, Gunnar sonur Úlfljóts lögsögu- uianns, bjó í Djúpadal, og Auðunn rotinn, sonur Þórólfs smjörs, var hinn þriðji tengdasonur hans og bjó f Saurbæ. Og hinn fjórði tengda- sonur Helga var Þorgeir Þórðarson, er bjó að Fiskilæk. Hrólfur Helga- s°n bjó í Gnúpafelli, og Ingólfur Helgason á Þverá efri (Munka- þverá). Hann var sterkur sá ætt- stofn, er í öndverðu settist að í Eyja- firði, og mun hafa haft mikil áhrif á stjórnarfar, menningu, trú og lífs- skoðanir hinnar íslenzku þjóðar, er þá var í fæðingu. En ættarhöfðing- inn, hinn ókrýndi konungur byggð- arinnar, Helgi hinn magri, mun samt hafa verið áhrifamestur. Hvergi er þess getið, hvort börn Helga hins magra hafa verið kristin eða ekki, en sennilegt er, að svo hafi verið og nær því víst, þar sem foreldrar þeirra töldu sig bæði krist- in. Og af orðum Hrólfs við föður sinn, þegar þeir sigldu norður með íslandsströnd og Helgi leitaði frétta hjá Þór, hvar land skyldi taka, má ráða, að Hrólfi sé ekkert um þessa véfrétt gefið, og hefur hann senni- lega ekki lagt neinn trúnað á hana. Víking Norðurlandabúa á víkinga- öld veldur umbyltingu í trú þeirra og lífsskoðunum. Með aukinni þekk- ingu á löndum og þjóðum með ann- arri menningu og lífs- og trúarskoð- unum en ríkt höfðu á Norðurlönd- um, þá hrynja að miklu leyti þeirra gömlu heimsskoðanir, og allskonar efasemdir vakna, er deyfa forna trúarvissu. Því er sagt um suma menn í fornsögunum, að þeir hafi trúað á mátt sinn og megin, og um Hjörleif Hróðmarsson, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar, er sagt, að hann vildi ekki blóta. Og virðist Ingólfur hafa trúað því, að þess vegna hafi goðin ekki veitt honum fulltingi gegn þrælunum. En þótt Helgi magri sé sagður blandinn í trúnni, þá hefur hann samt verið trúmaður samkvæmt því, sem áður er sagt. Hann trúir bæði á Krist og Þór. En hvort börn og tengdaböm hafa hall- azt meira að ásatrú eða kristni eftir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.