Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 36

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 36
16 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA upp úr ætterni, en enginn maður ræður þó neinu um ætt sína. Um- hverfið (uppeldi, fræðslutæki, aldar- far, alment siðgæði o. s. frv.) er sá annar hlutur er mótar manninn, en hér er það einnig að athuga, að mað- urinn skapar að nokkru leyti um- hverfið. Þegar meta skal einn mann virðist því nauðsynlegt að þekkja ætt hans og sögu tímabilsins, sem hann lifði og starfaði á, og spyrja síðan þessara spurninga: var hann ætt sinni til sæmdar? Og miðaði starf hans að því að bæta umhverfið eða spilla því? Þetta tvöfalda próf hefir Jón Jónsson, frá Sleðbrjót, staðist þannig (að mínum dómi) að hann á skilið að hljóta ágætis einkunn. Lítum þá sem snöggvast á um- hverfið, sem Jón er fæddur inn í. Hann var fæddur á Hnitbjörgum í Norður-Múlasýslu 2. nóv., 1852. Jón- as Hallgrímsson (dáinn 1845) hafði þá nýlokið sínu upplýsinga og við- reisnarstarfi í samvinnu við þá aðra „Fjölnismenn" o. fl., en ljóð hans voru þá hið lifandi orð á vörum þjóð- arinnar. Barátta Jóns Sigurðssonar var hafin. Árið áður en Jón fæddist orti Bólu-Hjálmar hinn fræga Þjóð- fundarsöng sinn: „Aldin móðir aðal- borna“ o. s. frv. Uppreisnarandi mót útlendri kúgun hafði verið vakinn í landinu. Alþýðan var farin að „hrista klafann" og „sjá, hún var voldug og sterk,“ eins og Einar Bene- diktsson komst að orði. En alþýðan á íslandi bjó enn við mjög bágborin kjör. Hinir vitrari og djarfari al- þýðumenn voru farnir, í fullri al- vöru, að leita að leiðum til bjarg- ráða. Þeir fundu tvær leiðir: aðra, að berjast fyrir umbótum á landinu sjálfu; hina að flytja til útlanda. Þeir brutust áfram eftir báðum. Hina fyrri fetaði Jón með skarpskygni, festu og dáð meðan kostur var, en varð þó að reyna hina síðari áður en æfi hans lauk. Hinn 14. júlí, 1876, giftist Jón Guð- rúnu Jónsdóttur, hinni mestu ágætis konu (sjá um ætt hennar í Almanaki O. S. Th. fyrir árið 1914); var Jón þá 24 ára að aldri en Guðrún 21. Byrjuðu þau búskap það sama ár og bjuggu síðan á ýmsum stöðum í Jökulsárhlíð og Hróarstungu (þó lengst á Sleðbrjót) þar til þau fluttu vestur um haf árið 1903, að undan- teknum 2 eða 3 árum, er þau höfðu greiðasöluhús í Vopnafjarðar kaup- stað. Hér vestra bjuggu þau í Álfta- vatnsbyggðinni fyrstu árin, en síðar í Siglunesbyggðinni við Manitoba- vatn. Þau eignuðust mannvænlegan hóp barna og vísast um þau til Al- manaksins 1914. Hér vil ég aðeins geta þess að heimilislíf þeirra hjóna og barna þeirra var ætíð hið ást- ríkasta, og geyma börn þeirra minn- ingu ástríkra og göfugra foreldra sem dýran fjársjóð. Þegar í æsku var Jón mjög gefinn fyrir lestur góðra bóka en mentunar- skilyrði voru í þá daga lítil eða engin fyrir alþýðufólk. Einhverja undir- stöðutilsögn fékk hann þó í reikningi og dönsku. Segir Jóhann Pálsson, sá er þáttinn um Jón hefir skrifað og í þessum línum er til vitnað, að þessi tilsögn hafi verið aðeins tvær vikur og hafi það verið öll hans skóla- ganga. Þrátt fyrir það tókst Jóni að afla sér meiri fróðleiks en maður finnur hjá mörgum „útlærðum' skólamönnum. Hefi ég kynst slíku fyrirbæri víðar, þó fágætt sé, að vonum, því til þess þarf bæði meiri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.