Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 38

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 38
18 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA hefir réttvísin dæmt þig, en nú á al- þýðan eftir að kveða upp sinn dóm. Þú verður kosinn þingmaður að ári.“ — Þessi spá Sigurðar læknis rættist, því þetta ár lagði Einar Thorlacius niður þingmensku þar eð stjórnin bannaði sýslumönnum þingsetu, nema þeir settu löglærðan mann til að reka embættisstörf þeirra, meðan þeir sætu á þingi. Aukakosning fór fram vorið 1889 í Norður-Múlasýslu. Bauð Jón sig þá aftur fram til þing- farar, en móti honum Sigurður pró- fastur Gunnarsson á Valþjófsstað. Við fyrri kosninguna höfðu allir em- bættismenn sýslunnar fylkt sér á móti Jóni, að undanteknum séra Sveini Skúlasyni á Kirkjubæ og Einari lækni Guðjohnsen á Vopna- firði. Og nú var þeim enn meira kappsmál að fella Jón, enda var séra Sigurður hið vænlegasta þingmanns- efni og vinsæll. En svo lauk kosn- ingunni, að Jón var kosinn með 16 atkvæðum yfir. Eftir það náði Jón kosningu nær mótstöðulaust til 1899. Þá hljóp á snurða milli hans og kjós- enda, er málið um leysing vistar- bandsins kom til umræðu. Jón fylgdi fast leysing vistarbandsins. En bændur í Múlasýslum og hinir þing- menn Austfirðinga voru allir á móti því máli, nema séra Lárus Halldórs- son. Var fundur haldinn af 200 kjós- endum á Þórsnesi, úr báðum sýslun- um fyrir kjörfund 1893 og var þar rætt um málið af kappi. Voru aðeins 6 atkvæði með málinu; skoruðu þá margir vinir Jóns á hann að breyta stefnu í því máli, svo þeir gætu veitt honum fylgi, og bar einn þeirra fram tillögu um það á fundinum. Þeirri tillögu svaraði Jón þannig: „Ég býð mig fram til þingmensku, eins og ég hefi lýst yfir, og ég fylgi málinu um leysing vistarbandsins eins og ég bezt get. Það eru 3 mánuðir til kjör- fundar, og nægur tími fyrir þá, er ekki vilja veita mér lið, að vera sér úti um annað þingmannsefni. Skoð- un minni breyti ég ekki, enda mund- uð þið ekki virða mig meira, þó ég seldi sannfæring mína fyrir atkvæði ykkar.“ — Úrslitin urðu þau, að eng- inn annar bauð sig fram. Árið 1900 bauð Jón sig ekki fram til þingsetu. Olli því heilsubrestur. Vorið 1902 bauð hann sig aftur fram til þings, og varð baráttan aðallega milli hans og Jóhannesar sýslumanns Jóhannessonar, bæjarfógeta á Seyð- isfirði. Var sú kosning sótt af miklu kappi og hafði Jón enn sem fyr alla embættismenn á móti sér, að við- bættum öllum hreppstjórum, nema tveimur. Lauk þeim bardaga þannig, að Jón varð hlutskarpari, fékk 6 at- kvæði fram yfir sýslumann. — Hefir Jón oft sagt í gamni síðan, að af því hann sé kominn á raupsaldur, þá verði hann að hæla sér af því, að hann sé sá eini, er borið hafi gæfu til að standa á kjördegi yfir höfuð- svörðum fornvinar síns Jóhannesar sýslumanns. Ummæli merkra manna um Jón á þingárum hans eru: „Fjallkonan“ 1889: „Hinn nýi þingmaður, Jón frá Sleðbrjót, reynd- ist vel. Hann fylgdi fast sínum flokki, en sýndi þó í ýmsum málum, að hann hefir sjálfstæðar skoðanir.“ Palladómar Valdimars Ásmunds- sonar um þingmenn 1894: „Jón á Sleðbrjót er ekki fríður sýnum, en glaðlegur og einarðlegur. Hann er vel máli farinn, hefir snjallan róm og skýran og getur verið bituryrtur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.