Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Qupperneq 40
20
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
út í æsar. Þá er hið þriðja, hug-
rekkið, sem til þess þarf að segja satt
um vini sína stundum, og fella ryk
á frægðarskjöld góðra manna í gröf-
inni.“
Og um þessar gáfur Jóns og skap-
gerð gat Stephan ekki rangt, þó við-
kynning þeirra væri að mestu eða
öllu leyti gegnum bréfaskifti. „Sann-
leiksást,11 „glöggleiki,“ „næmleiki
skáldsins“ og „hugrekki;“ þessu öllu
kyntist ég að nokkru sem gestur á
heimili Jóns við Siglunes og annars
staðar þar sem fundum okkar bar
saman. Höfðingslund hans var
einnig auðsæ og auðfundin hverjum
þeim sem gisti hann. Ég var þar
næturgestur oftar en einu sinni.
Heimilið var meðal hinna betri þar í
sveit þó önnur hús í sveitinni væru
stærri og veglegri að ytri sýn, en
þegar inn var komið og maður kynt-
ist heimilisfólkinu, stækkaði húsið
og varð að höfðingjasetri. Heimilis-
fólkið var alt glatt og alúðlegt í við-
móti og lét sér í öllu ant um þægindi
gestsins. Viðræðurnar við húsbónd-
ann voru ærin nóg skemtun, sem
maður gat unað við fram á nætur.
Hann var glaðlegur í viðmóti og tal-
aði af fjöri og áhuga um stjórnmál,
trúmál, strauma og stefnur tímans,
skáldskap og bókmentir. Skoðanir
sínar um öll þessi mál lét hann í
ljós hispurslaust en með sanngirni
og stilti vel í hóf. Aldrei heyrði ég
hann fara meiðandi orðum um þá,
sem verið höfðu andstæðingar hans.
Hann kannaðist fúslega við kosti
þeirra og um suma þeirra fór hann
vingjarnlegum orðum. Það voru
málefnin en ekki mennirnir, sem
deilt var um. „Að hata til eilífðar
málstað eins manns, en manninum
sjálfum að bjarga,“ sagði Stephan G.
Þetta er sú lífsregla, er Jón hefði
gjarnan viljan fylgja. Hann unni
mjög skáldskap og fögrum listum
og hvers kyns íþróttum. Alt þetta
vildi hann efla með þjóð sinni og
hann hækkaði í sessi í hvert sinn,
er frétt barst honum um það, að ís-
lendingar hefði getið sér góðan orð-
stír á þessum sviðum, enda bar hann
í brjósti fölskvalausa ást til lands og
þjóðar. Þó var hann enginn „nesja-
maður“ í þessum sökum; til þess var
hann alt of víðsýnn og hafði glöggv-
að sig á því, löngu á undan Wendell
Wilkie, að þessi heimur okkar er
„einn heimur.“ Ég hygg, að af ís-
lenzku skáldunum hafi honum þótt
vænst um Þorstein Erlingsson og
Stephan G. Stephansson, að minsta
kosti var oftast til þeirra vitnað þeg-
ar við áttum tal saman, og ég held
ekki að ég hafi átt þar alla sök. Hitt
veit ég, að okkur þótti báðum gott
að eiga sálufélag með þeim.
Jón hafði viðkvæma lund. Þess
vegna voru honum börn sérstaklega
kær og þess vegna var hann sjálf-
kjörinn málsvari allra þeirra, er
báru skarðan hlut frá borði lífsins.
Þetta skapar hinn rauða þráð, er
rekja má í gegnum allan hans starfs-
feril, og sem er uppistaðan í stefnu
hans í þjóðmálunum. Hann barðist
fyrir efnalegu sjálfstæði og pólitísku
sjálfstæði þjóðar sinnar; en hann
vildi líka hefja hinar svokölluðu
lægri stéttir í landinu, bændurna og
vinnufólkið, og bæta kjör þeirra.
Þess vegna voru líka embættismenn
og „heldri menn“ yfirleitt á móti
honum. Hann var glöggskygn á
hverja hreyfingu andstæðinga sinna
og fljótur að sjá hvar fiskur lá undir