Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 41
JÓN JÓNSSON
21
steini, en hann forðaðist að beita
oðrum vopnum en þeim, sem góðum
dreng sæmdi. Hann sagði eitt sinn
í samtali við mig þegar tilrætt var
um eitthvað af hinum miður sæm-
andi pólitísku brögðum, sem okkur
fanst vera alt of mikið í móð: „Já,
naaður verður að biðja fyrir sér í
hvert sinn sem maður fer til þings,
að maður komi ekki þaðan verri
naaður en maður fór þangað.“
Eftir að vestur kom tók Jón ekki
nhkinn þátt í pólitík, enda var hugur
hans enn fast bundinn við íslenzk
Þjóðmál. Einkum var hann brenn-
heitur fyrir baráttunni fyrir full-
yeldi Islands og lagði hann þar orð
i belg úr fjarlægðinni. Var hann þar
sem fyr glöggskygn á menn og
stefnur. Hér greiddi hann atkvæði
þsim mönnum og flokkum sem hann
1 hvert sinn áleit að stefndu eitthvað
í áttina til umbóta eða væri að
yhnsta kosti það skárra af tvennu
illu. En yfir öllum velferðarmálum
hinnar íslenzku þjóðar var hann sí-
Vakandi og síreiðubúinn til að leggja
hð sitt öllu því, sem aðrir þjóðrækn-
ls íslendingar hér vestra vildu vinna
heimalandinu til hagsbóta, svo sem
Eimskipamálinu o. fl.
^ó tók hann sinn fulla þátt í al-
^nennum málum sveitar sinnar.
Hann var í stjórn lestrarfélagsins í
Sigluness og Narrows byggðum og í
skólanefnd Sigluness skólahéraðs;
var hann ritari og féhirðir þeirrar
nefndar. Hann skrifaði greinar í ýms
íslenzk blöð og tímarit. En það hygg
ég vera allmikinn skaða að hann
skyldi ekki sjá sér fært að verða við
tilmælum vinar síns, Stephans G.
Stephanssonar, um að rita minning-
ar sínar.
í nýlega komnu bréfi ti'l mín frá
einum af vinum Jóns hér vestra, sem
vissi að ég var að skrifa um Jón,
segir bréfritarinn meðal annars
þetta: „Jón var höfðingi í lund og
stundum stórtækur um efni fram;
lund hans var afar viðkvæm, einkum
ef börn og umkomuleysingjar áttu í
hlut; hann var vitur drengskapar-
maður.“ Þetta er vel og maklega
mælt. Læt ég hér svo staðar numið.
Þó ég vildi feginn hafa betur gjört,
ef gögn hefðu verið næg fyrir hendi.
Læt ég svo St. G. St. hafa síðasta
orðið með því að setja hér síðasta
erindið úr kvæði hans um Jón,
sem ég vitnaði til í byrjun þessa
máls:
„En þó að hverfi myndin manns
— Og minning jafnvel — frá oss,
Öll velvildin og vitið hans
Mun verða eftir hjá oss,
Sem betri tíða auki er
í átt til marksins hœrra.
— Þó ísland sýnist eiga hér
Nú einum drengnum færra.“