Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Blaðsíða 43
DR- RICHARD BECK:
Höfundur þjóðsöngs íslenzkra
sveita
Meðal þeirra manna, sem mér
þótti vænst um að geta hitt að máli
í íslandsferð minni lýðveldishátíðar-
sumarið 1944, var Sigurður Jónsson
óóndi og skáld frá Arnarvatni í
Mývatnssveit; en ég hafði á ungl-
mgsárum, eins og aðrir á því aldurs-
skeiði út um sveitir landsins, hrifist
af hinum fagra átthagaóði hans
»Sveitin mín“, alkunnara sem
»Rjalladrottning, móðir mín“, og þó
líklega kunnast og kærast undir
heitinu „Blessuð sértu, sveitin mín“;
frá því ég fyrst lærði kvæðið, bar
eS í brjósti einlægan þakkarhug til
skáldsins. Fundum okkar Sigurðar
Jóns^onar bar saman á fjölmennri
samvinnu- og lýðveldishátíð að
Hrafnagili í Eyjafirði 24. júní á um-
rasddu sumri, og gafst mér, þó minni
Vasri tími til samtals en ég hefði
kosið, tækifæri til að votta hinu
Mdurhnigna skáldi og samvinnu-
frömuði þökk mína og virðingu.
verð ég langminnugur þess, hversu
lýlega hann vék að mér, svo að nú,
er e§ minnist þeirra samfunda, get
e§ tekið mér í munn orð séra Matt-
Jasar Jochumssonar og sagt heilum
uga: „Þökk fyrir handslagið hlýja!“
Hitt þótti mér eigi síður mikið um
^ert og hitaði mér eigi minna um
jartarætur, hversu drengilega og
SIGURÐUR JÓNSSON
af miklum innileik Sigurði skáldi
féllu orð í garð íslendinga vestan
hafs, enda var það í fullu samræmi
við hug hans til þjóðsystkinanna
þeim megin hafsins, eins og fram
kemur í ýmsum kvæðum hans, og
síðar mun nánar getið.
Væri það eitt ærin réttlæting þess,
að stutt minningargrein um Sigurð
og skáldskap hans birtist hér í rit-
inu, en hún er auk þess sérstaklega
tímabær af þeirri ástæðu, að á kom-
andi sumri eru rétt 75 ár liðin frá
fæðingu skáldsins.