Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 46
26
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Á heiðum brautum með himin-
skautum vor fáni fer.
Hans litagreining alls litareining um
leið þó er.
Af öllum áttum og þjóða þáttum
í þétta fylkingu skipar sér
hinn verkahraði, hinn vinnuglaði,
— einn voldugur fagnandi bræðra
her!
Það friðartákn, sem var fest í
skýjum,
hann fram á jörðu til sigurs ber.
Skal nú horfið að skáldskap Sig-
urðar, enda varð hann fyrir hann
þjóðkunnastur.
III.
Því var eðlilega þannig farið um
Sigurð frá Arnarvatni, eins og önnur
íslenzk alþýðuskáld beggja megin
hafsins, að skáldskapur hans var að-
eins hjáverk við skyldustörfin, ígrip
við aðra vinnu eða í hvíldartímum.
Eins og fram kemur í hinu látlausa
og einlæga, og þá um leið hugþekka
kvæði hans „Tíminn líður“, harm-
aði hann það einnig, hversu þröng-
ur honum var sniðinn skórinn um
ljóðagerðina og hve mörg kvæða-
efnin lágu lítt unnin eða óunnin með
öllu:
Ennþá bíður, bíður ósmíðað efni,
sem jeg hef víða viðað að,
vildi sníða og prýða það.
Hefir lengi, lengi gengið svona:
Hreyft við strengjum endur og eins,
aldrei fengið ró til neins.
Þegar aðstæður hans eru í minni
bornar, er það þó hreint ekki lítið,
sem liggur eftir hann af kvæðum.
Um aldamótin síðustu tók hann að
birta við og við kvæði í tímaritum
og blöðum, og hélt því áfram jafnan
síðan. En tvær kvæðabækur komu
út eftir hann: Upp til fjalla (1937)
og Blessuð sértu sveitin mín (1945).
Auk þess birtust nokkrar ritgerðir
eftir hann í blöðum og bókum.
Mývatnssveit er, eins og alkunn-
ugt er, víðfræg fyrir fjölbreytta og
tilkomumikla náttúrufegurð, og
þetta æskuumhverfi hans setti var-
anlegan svip á skáldskap Sigurðar
Jónssonar. Átthagaástin er dýpsti
og sterkasti strengurinn í kvæðum
hans frá hinu fyrsta til hins síðasta.
Og hvergi klæðist sú tilfinning
hreinni eða háleitari búningi, hvergi
nær skáldskapur hans hærra, heldur
en í hinum ástsæla lofsöng hans,
„Blessuð sértu, sveitin mín“, er
hann orti 21 árs að aldri; það kvæði
gerði hann þjóðkunnan og mun
geyma nafn hans í íslenzkum bók-
menntum um ókomna tíð. Þó að
kvæði þetta beri óneitanlega glögg
merki áhrifa frá hinu vinsæla ljóði
Jónasar Hallgrímssonar, „Fífil-
brekka, gróin grund“, túlkar það á
svo einlægan og yndislegan hátt átt-
hagaástina, í fegurstu mynd sinni,
að fólk í öllum landshlutum hefir til-
einkað sér það. Réttilega hefir það
þá einnig verið kallað „Þjóðsöngur
íslenzkra sveita“, og er sungið flest-
um lögum oftar á opinberum sam-
komum, einkum þjóðhátíðum og
öðrum þjóðræknislegum mótum. Er
kvæðið íslendingum vestan hafs,
hinnar eldri kynslóðar, vafalaust í
svo fersku minni, að óþarft mun að
tilgreina neitt úr því á þessum stað.
Hins vegar þykir mér fara vel á því