Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Qupperneq 46

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Qupperneq 46
26 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Á heiðum brautum með himin- skautum vor fáni fer. Hans litagreining alls litareining um leið þó er. Af öllum áttum og þjóða þáttum í þétta fylkingu skipar sér hinn verkahraði, hinn vinnuglaði, — einn voldugur fagnandi bræðra her! Það friðartákn, sem var fest í skýjum, hann fram á jörðu til sigurs ber. Skal nú horfið að skáldskap Sig- urðar, enda varð hann fyrir hann þjóðkunnastur. III. Því var eðlilega þannig farið um Sigurð frá Arnarvatni, eins og önnur íslenzk alþýðuskáld beggja megin hafsins, að skáldskapur hans var að- eins hjáverk við skyldustörfin, ígrip við aðra vinnu eða í hvíldartímum. Eins og fram kemur í hinu látlausa og einlæga, og þá um leið hugþekka kvæði hans „Tíminn líður“, harm- aði hann það einnig, hversu þröng- ur honum var sniðinn skórinn um ljóðagerðina og hve mörg kvæða- efnin lágu lítt unnin eða óunnin með öllu: Ennþá bíður, bíður ósmíðað efni, sem jeg hef víða viðað að, vildi sníða og prýða það. Hefir lengi, lengi gengið svona: Hreyft við strengjum endur og eins, aldrei fengið ró til neins. Þegar aðstæður hans eru í minni bornar, er það þó hreint ekki lítið, sem liggur eftir hann af kvæðum. Um aldamótin síðustu tók hann að birta við og við kvæði í tímaritum og blöðum, og hélt því áfram jafnan síðan. En tvær kvæðabækur komu út eftir hann: Upp til fjalla (1937) og Blessuð sértu sveitin mín (1945). Auk þess birtust nokkrar ritgerðir eftir hann í blöðum og bókum. Mývatnssveit er, eins og alkunn- ugt er, víðfræg fyrir fjölbreytta og tilkomumikla náttúrufegurð, og þetta æskuumhverfi hans setti var- anlegan svip á skáldskap Sigurðar Jónssonar. Átthagaástin er dýpsti og sterkasti strengurinn í kvæðum hans frá hinu fyrsta til hins síðasta. Og hvergi klæðist sú tilfinning hreinni eða háleitari búningi, hvergi nær skáldskapur hans hærra, heldur en í hinum ástsæla lofsöng hans, „Blessuð sértu, sveitin mín“, er hann orti 21 árs að aldri; það kvæði gerði hann þjóðkunnan og mun geyma nafn hans í íslenzkum bók- menntum um ókomna tíð. Þó að kvæði þetta beri óneitanlega glögg merki áhrifa frá hinu vinsæla ljóði Jónasar Hallgrímssonar, „Fífil- brekka, gróin grund“, túlkar það á svo einlægan og yndislegan hátt átt- hagaástina, í fegurstu mynd sinni, að fólk í öllum landshlutum hefir til- einkað sér það. Réttilega hefir það þá einnig verið kallað „Þjóðsöngur íslenzkra sveita“, og er sungið flest- um lögum oftar á opinberum sam- komum, einkum þjóðhátíðum og öðrum þjóðræknislegum mótum. Er kvæðið íslendingum vestan hafs, hinnar eldri kynslóðar, vafalaust í svo fersku minni, að óþarft mun að tilgreina neitt úr því á þessum stað. Hins vegar þykir mér fara vel á því
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.