Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 58

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 58
38 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA staður þess. Eins og nafnið bendir til liggur staðurinn við á (Árbær) og myndaðist þorpið þar við ána er skip gátu lengst flotið upp eftir henni, svo höfn var þar bæði trygg og góð og aðsókn mikil af landi eftir vörum þeim, er skipin gátu flutt bæði úr öðrum héruðum Finnlands og utanlands frá. Nú stendur þar mikil og fögur dómkirkja, var smíði hennar hafin 1229 •— um það bil sem Snorri var að lúka við Heimskringlu sína. — Fljótt var far- ið að halda þar skóla, en 1630 var honum breytt í lúterskan Latínu- skóla. Loks var háskóli stofnaður þar: Ábo Akademi hið eldra, og naut sá háskóli vaxandi virðingar þar til hann brann til kaldra kola ásamt miklum hluta bæjarins 1827. Var það einhver sá versti bruni sem sögur fara af á Norðurlöndum, en þó tæplega eins skeinuhættur nor- rænum fræðum og anda eins og eld- urinn í Kaupinhafn tæpum hundrað árum áður, þegar Árnasafn brann. En þá (1827) hafði Finnland síðan 1808 verið undir veldi Rússa; þeir tóku höfuðstaðarrétt af Ábo 1812, en efldu Helsingfors til höfuðstaðar af því að sá staður var hálfu nær Sánkti Pétursborg. Og þegar Ábo brann var háskólinn líka fluttur til Helsingfors. Hér voru Svíar fyrst forgöngumenn í stjórnmálum og lær- dómi, en eftir því sem bærinn óx og Finnum fjölgaði í honum varð hlutur þeirra Svía minni við þenna háskóla ríkisins, þar sem allt átti að fara fram á tveim tungum lands- ins. Það mun því þegar upp úr alda- mótum hafa verið vakið máls á því, að endurreisa sænskan háskóla í Ábo og var þetta gert á stríðsárun- um 1919 fyrir samtök og fórnarvilja þeirra Svía í Finnlandi, er síðan hafa haldið skólanum gangandi og vaxandi fram á þenna dag, en prívat- háskólar eru eins sjaldgæfir fuglar austan hafs eins og þeir eru algeng- ir vestan hafsins. Skólinn var átta árum yngri en Háskóli íslands, en þó óx hann miklu fljótar, enda stóðu að honum meir en helmingi fleiri menn en íslendingar, þar sem voru hinir sænsku Finnlendingar (yfir 300,000). Akademíið byrjaði með þrjár deildir: Heimspekisdeild (hum- aniora), stærfræði-náttúrufræði- deild, og þjóðhagfræðideild. Ári síðar var efnafræði- og verkfræði- deild aukið við, 1924 guðfræðideild og 1927 var verzlunardeild tengd lauslega við skólann. Háskólabóka- safnið er nú annað í röð safna í Finnlandi með 400,000 bindi. Annars gefur það að skilja að með verð- bólgu þessa síðasta og versta stríðs og eftirstríðsáranna, með alla hluti a. m. k. tíu sinnum dýrari en áður, hafi hvorki háskólinn né bókasafn hans átt góða daga. Frá fyrstu tíð var prófessoratið í norrænum fræðum í Ábo Akademi rækt af Rolf Pipping, syni og læri- sveini gamla Hugo Pippings, og hefur hann maklega haldið uppi lærdómssóma ættarinnar, og er hann ekki einn um það, því hann á tvo bræður, Nils, prófessor í stærð- fræði í Ábo, og Hugo E., prófessor í hagfræði í Helsingfors. En prófessor í norrænum fræðum í Helsingfors heitir Olav T. O. Ahlbáck, lærisveinn Nordlings og eftirmaður hans, ungur maður og efnilegur. Þeir Pippingsfeðgar voru miklir málfræðingar. Hugo Pipping hafði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.