Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 60

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 60
40 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA þjóðlega fróðleiks er tvímælalaust Otto Andersson og má kalla að hann sé Ólafur Davíðsson og Bjarni Þor- steinsson þeirra Finnlendinganna í einni persónu. Hann er nú rúmlega sjötugur, var fæddur í Mariehamn á Álandseyjum, stúderaði músík og þjóðfræði í Helsingfors, varð pró- fessor í söngfræðisögu og þjóðfræð- um í Ábo Akademi og oftar en einu sinni rektor þess háskóla. Þegar fyr- ir aldamót var hann farinn að taka virkan þátt í sönglífi og menntun sænskra Finnlendinga, sem einkum var falið í kórsöng karla og kvenna; var siður að halda geysimikil kór- söngvamót með fárra ára millibili hingað og þangað í borgum eða byggðum sænska Finnlands. Voru þessi söngmót geysivinsæl og ramm- ar stoðir undir þjóðrækni þeirra Finnlendinga, enda bönnuð af Rússum keisaraveldisins, þegar þeim bauð svo við að horfa. En Otto Andersson gerði miklu meira en að stýra kórnum, safna þjóðvísum og lögum, raddsetja og yrkja lög sjálf- ur, hann stofnaði félag sem Bragi nefndist og vann að þessum áhuga- málum hans öllum. Margir af fé- lagsmönnum komu sér upp þjóðbún- ingum og dönsuðu þjóðdansa í þeim, þeir gátu slegið upp bóndabrullaupi ef á lá, með gömlum fiðlurum utan úr byggðunum, ef þeir áttu þá fiðlur, því að í sumum afskekktustu sveit- unum eða úti í skerjunum voru enn til músíkantar er spiluðu á talhörpu (—taglhörpu) með boga, en líkneski af slíkum taglharpara fann Otto Andersson síðar í dómkirkjunni í Niðarósi, er reist var á 11. og 12. öld til heiðurs Ólafi helga, og er ekki ólíklegt að þessi einkennilega harpa hafi líka verið notuð á íslandi, þótt engar sögur fari af henni þar og við höfum ekki geymt annað en lang- spilið og svokallaða fiðlu sem líktist því. Sturlunga saga segir um Snorra að hann hafði hinar beztu forsagnir á öllu sem hann lét gera, og hefur mér oft flogið það í hug, er ég hef minnzt Otto Anderssons og félags hans, Braga. Hef ég oftar en einu sinni vikið að aðferðum þeirra og vinnubrögðum heima á íslandi í þeirri von að íslendingar tækju sér þá til fyrirmyndar, en ekki veit ég til þess, að það hafi borið neinn ár- angur. Mun ég nú segja Vestur- íslendingum frá því hvað sem þeir kunna að gera með það. .Menn skyldu hafa ætlað, að þar sem aðal- tilgangur félagsins var að safna þjóð- legum fræðum, þá hefði söfn þeirra takmarkað sig við þjóðlög, dansa, vísur, kvæði, sögur, leiki, þulur, gát- ur, o. s. frv. — en svo var ekki. Otto Andersson var ekki ánægður með minna en að hafa allt sem hendur mátti á festa um sænska Finnlend- inga, en til þess þurfti hann að hafa allt það sem skrifað var á sænsku í blöðum og tímaritum landsins. Þar voru tvær leiðir til: annaðhvort að gera skrá um allt þetta, eða fá tvö eintök af öllum þessum tímaritum og blöðum og klippa þau niður í úr- klippusafn. Bragi tók sér fyrir hend- ur að gera það síðara, með þeim ár- angri að nú er úrklippusafn þetta al- veg einstök fljóttekin heimild urn allt sem komizt hefur í blöð á þessu tímabili í sænska Finnlandi. Til dæmis þarf Otto Andersson ekki annað en að líta á þetta safn sitt til þess að hafa þar allt sem um Jean
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.