Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 65
HRINGURINN hnituður
45
en þú kníf þinn og belti, og skal kon-
ungur um segja, hvorir sannara
hafa.“ Gestur sagði þá: „Eigi skal
nu hvort tveggja gera, vera í kallsi
moð yður, enda halda eigi ummæli
Þau, sem þér biðjið, og skal víst
Veðja hér um og svo mikið við leggja
sern þér hafið mælt, en konungur
skal um segja, hvorir sannara hafa.“
Hætta þeir nú sínu tali. Tekur Gest- '
Ur hörpu sína og slær vel og lengi
Urn kvöldið, svo að öllum þykir
Unað í á að heyra, og slær þó
Gunnarsslag bezt, og að lyktum slær
hann Guðrúnarbrögð hin fornu. Þau
höfðu menn eigi fyrr heyrt. Og eftir
það sváfu menn af um nóttina.
Konungur stendur snemma upp
Um ^aorguninn og hlýðir tíðum, og
er þeim er lokið, gengur konungur
úl borðs með hirð sinni. Og er hann
er kominn í hásæti, gengur gesta-
Sveitin innar fyrir konung og Gestur
með þeim og segja honum sín um-
maeli öll og veðjan þá, sem þeir
höfðu haft áður. Konungur svarar:
»Lítið er mér um veðjan yðra, þó að
þér setjið peninga yðra við. Get eg
Þess til, að yður hafi drykkur í höfuð
engið, og þykir mér ráð, að þér
afið ag engu, allra helzt ef Gesti
Þykir svo betur.“ Gestur svarar:
»Lað vil eg, að haldist öll ummæli
Ver-“ Konungur mælti: „Svo lízt
mer á þig, Gestur, að mínir menn
muni hafa mælt þig í þaular um
Þetta mál meir en þú, en þó mun
Þeð nú skjótt reynt verða.“
Eftir það gengu þeir í brott, og
°ru menn að drekka, og er drykkju-
°rð voru upp tekin, lætur konungur
aUa Gest og talar svo til hans: „Nú
Verður þú skyldur til að bera fram
§UH nokkurt, ef þú hefir til, svo að
eg mega segja um veðjanina með
yður.“ „Það munuð þér vilja, herra,“
sagði Gestur. Hann þreifar þá til
sjóðs eins, er hann hafði við sig, og
tók þar upp eitt knýti og leysir til
og fær í hendur konungi. Konungur
sér, að þetta er brotið af söðul-
hringju, og sér, að þetta er allgott
gull. Hann biður þá taka hringinn
Hnituð, og er svo var gert, ber kon-
ungur saman gullið og hringinn og
mælti síðan: „Víst lízt mér þetta
betra gull, er Gestur hefir fram bor-
ið, og svo mun lítast fleirum mönn-
um, þó að sjái.“ Sönnuðu þetta þá
margir menn með konungi. Síðan
sagði hann Gesti veðféð. Þóttust
gestirnir þá ósvinnir við orðnir um
þetta mál. Gestur mælti þá: „Takið
fé yðvart sjálfir, því að eg þarf eigi
að hafa, en veðjið ekki oftar við
ókunna menn, því að eigi vituð þér,
hvern þér hittið þann fyrir, að bæði
hefir fleira séð og heyrt en þér, en
þakka vil eg yður, herra, úrskurð-
inn.“
Vér sjáum metnað Gests og einurð
að láta sig hvergi hvorki fyrir hirð-
mönnum né konungi. Og ekki vill
hann þiggja veðféð, þegar hann
hefir unnið veðmálið, heldur biður
hirðmenn að taka fé sitt sjálfa og
gefur þeim ráðningu í þokkabót.
Konungur vill nú vita, hvaðan
Gestur fékk gullið, er hann fór með,
og bregður Gestur á langa sögu.
Kemur þá upp úr kafinu, að Gestur
er nær 300 vetra og hefur verið með
fjölmörgum fornkonungum víða um
lönd. Segir hann mest frá Sigurði
Fáfnisbani og ferðum sínum með
honum, en í einni þeirra eignaðist
hann gullið góða. Er bezt að láta
Gest sjálfan segja frá: