Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Blaðsíða 66
46
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
„Var það einn dag, að Sigurður
Fáfnisbani reið til einnar hverrar
stefnu. Þá reið hann í eina hverja
veisu, en hesturinn Grani hljóp upp
svo hart, að í sundur stökk brjóst-
gjörðin og féll niður hringjan, en er
eg sá, hvar hún glóaði í leirinum, tók
eg upp, og færða eg Sigurði, en hann
gaf mér. Hafið þér nú fyrir litlu séð
þetta sama gull.“
Þegar í torfæru er komið, verða
menn — líkt og Grani — að hlaupa
upp hart eða sitja fastir ella. íslend-
ingar hafa, ef svo mætti segja, ort
sig upp úr erfiðleikunum, og við þau
átök orðið til einhverjar hinar
merkilegustu bókmenntir. Og þó að
brjóstgjörðin hafi stundum hrokkið
í sundur og hringjan fallið niður,
hafa þeir alltaf séð, „hvar hún
glóaði í leirinum“, og tekið hana upp.
Bókmenntirnar og tungan hafa
verið og eru þeirra gull, og því geta
þeir haldið til jafns við hvert annað
gull, hvar sem þeir eru staddir. En
það fá þeir ekki gert, nema þeir
þekki gullið og öðlist fyrir þekkingu
sína þann metnað og þá einurð, sem
þarf til að bera það fram.
Þjóðmenning Kanadamanna er
enn á æskuskeiði, að minnsta kosti í
öllum vesturfylkjunum. Þau eru að
kalla ný byggð, þar sem ægir saman
allra þjóða mönnum. Fyrstu kyn-
slóðirnar hafa þegar rutt götuna og
brotið landið, og nú er að breikka
veginn og víkka akurinn og dýpka,
þ. e. að rækta hann betur. En menn-
ingin er enn sundurleit eða svipuð
og hringurinn góði í sögunni, áður
en hann var hnitaður saman. Hlut-
verk vort er að smíða úr brotunum
hringinn Hn.ituð og gera hann svo,
að hann verði betri en brotin ein-
stök. En því aðeins má það verða,
að hver leggi það í smíðina, sem
hann á bezt til.
Öll góð smíði er þolinmæðisverk,
og menning fámennrar þjóðar í víð-
áttumiklu landi verður ekki mótuð
nema á löngum tíma. í þá smíði hafa
íslendingar verið að leggja að sín-
um hluta: atorku, ráðvendni, frelsis-
ást, umbótahug og námfýsi. Þeir
hafa samlagazt vel, en þó ekki
gleymt, hvaðan þeir komu og hverjir
þeir voru. Þeir hafa verið með sín-
um lit líkt og hluturinn hver í
hringnum Hnituð. En hversu horfir
nú í þeim efnum? Hafa yngri kyn-
slóðirnar haldið lit sínum að sama
skapi sem þær hafa samlagazt vel?
Vér sáum, hvaðan Gesti kom styrk-
urinn, er hann mælti við hirð-
mennina: — „en veðjið ekki oftar
við ókunna menn, því að eigi vituð
þér, hvern þér hittið þann fyrir, að
bæði hefir fleira séð og heyrt en
þér.“ — Öryggi Gests var fólgið í
aldri hans og reynslu, og þó var hann
aðeins 300 ára. En íslendingar eru
rúmra 1000 ára og allir í einu sálu-
félagi, svo að orð og' dæmi forfeðra
vorra í meira en 30 ættliði ná enn
að bergmála í oss, ef vér aðeins vilj-
um ljá þeim eyra. Úr þessu sálu-
félagi gátu íslendingar ekki gengið
né vildu ganga, er þeir fluttust
hingað vestur. Það sýnir öll hin and-
lega íslenzka starfsemi, sem hér
hefur farið fram: kvæðin, sem hafa
verið ort, og sögurnar, sem hafa ver-
ið samdar, öll blöðin, ræðurnar, rit-
gerðirnar, guðsþjónusturnar, sam-
komurnar og framlögin til menn-
ingarmála. Krafturinn í fyrstu kyn-
slóðinni, sem kom hingað með 1000