Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Qupperneq 66

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Qupperneq 66
46 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA „Var það einn dag, að Sigurður Fáfnisbani reið til einnar hverrar stefnu. Þá reið hann í eina hverja veisu, en hesturinn Grani hljóp upp svo hart, að í sundur stökk brjóst- gjörðin og féll niður hringjan, en er eg sá, hvar hún glóaði í leirinum, tók eg upp, og færða eg Sigurði, en hann gaf mér. Hafið þér nú fyrir litlu séð þetta sama gull.“ Þegar í torfæru er komið, verða menn — líkt og Grani — að hlaupa upp hart eða sitja fastir ella. íslend- ingar hafa, ef svo mætti segja, ort sig upp úr erfiðleikunum, og við þau átök orðið til einhverjar hinar merkilegustu bókmenntir. Og þó að brjóstgjörðin hafi stundum hrokkið í sundur og hringjan fallið niður, hafa þeir alltaf séð, „hvar hún glóaði í leirinum“, og tekið hana upp. Bókmenntirnar og tungan hafa verið og eru þeirra gull, og því geta þeir haldið til jafns við hvert annað gull, hvar sem þeir eru staddir. En það fá þeir ekki gert, nema þeir þekki gullið og öðlist fyrir þekkingu sína þann metnað og þá einurð, sem þarf til að bera það fram. Þjóðmenning Kanadamanna er enn á æskuskeiði, að minnsta kosti í öllum vesturfylkjunum. Þau eru að kalla ný byggð, þar sem ægir saman allra þjóða mönnum. Fyrstu kyn- slóðirnar hafa þegar rutt götuna og brotið landið, og nú er að breikka veginn og víkka akurinn og dýpka, þ. e. að rækta hann betur. En menn- ingin er enn sundurleit eða svipuð og hringurinn góði í sögunni, áður en hann var hnitaður saman. Hlut- verk vort er að smíða úr brotunum hringinn Hn.ituð og gera hann svo, að hann verði betri en brotin ein- stök. En því aðeins má það verða, að hver leggi það í smíðina, sem hann á bezt til. Öll góð smíði er þolinmæðisverk, og menning fámennrar þjóðar í víð- áttumiklu landi verður ekki mótuð nema á löngum tíma. í þá smíði hafa íslendingar verið að leggja að sín- um hluta: atorku, ráðvendni, frelsis- ást, umbótahug og námfýsi. Þeir hafa samlagazt vel, en þó ekki gleymt, hvaðan þeir komu og hverjir þeir voru. Þeir hafa verið með sín- um lit líkt og hluturinn hver í hringnum Hnituð. En hversu horfir nú í þeim efnum? Hafa yngri kyn- slóðirnar haldið lit sínum að sama skapi sem þær hafa samlagazt vel? Vér sáum, hvaðan Gesti kom styrk- urinn, er hann mælti við hirð- mennina: — „en veðjið ekki oftar við ókunna menn, því að eigi vituð þér, hvern þér hittið þann fyrir, að bæði hefir fleira séð og heyrt en þér.“ — Öryggi Gests var fólgið í aldri hans og reynslu, og þó var hann aðeins 300 ára. En íslendingar eru rúmra 1000 ára og allir í einu sálu- félagi, svo að orð og' dæmi forfeðra vorra í meira en 30 ættliði ná enn að bergmála í oss, ef vér aðeins vilj- um ljá þeim eyra. Úr þessu sálu- félagi gátu íslendingar ekki gengið né vildu ganga, er þeir fluttust hingað vestur. Það sýnir öll hin and- lega íslenzka starfsemi, sem hér hefur farið fram: kvæðin, sem hafa verið ort, og sögurnar, sem hafa ver- ið samdar, öll blöðin, ræðurnar, rit- gerðirnar, guðsþjónusturnar, sam- komurnar og framlögin til menn- ingarmála. Krafturinn í fyrstu kyn- slóðinni, sem kom hingað með 1000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.