Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 68

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 68
BJÖRN ÓL. PÁLSSON: Auðnuskildingur — Kafli úr óprentaðri skáldsögu — Haustið kom, með sjósókn, og af- mæli Öddu. Alltaf hafði eitthvað verið haldið upp á fæðingardag þeirra krakk- anna á Látrum, en slíkt var kannski ekki vani hér, enda vissu víst fáir, að Adda litla varð þrettán ára í dag. Það var nærri því tilviljun, að Magnús fékk vitneskju um þetta. Þau beittu um daginn, það var þeirra verk eftir að róðrar hófust. Mest var farið með kastlóðir. Þeir Vilmundur og Halldór voru bara tveir á. Beitingaskúrinn var niðri við sjó. Hann var rakur, saltlyktandi og kaldur. Þar voru geymd veiðarfæri. Oftast var aflinn saltaður á gólfið í öðrum enda hans, sölufiskurinn sér í stafla og umsaltaður, en ruslfiskið í hrúgu, í það var úrsaltið notað. Naust var hjá skúrnum. Þar var báturinn geymdur á veturna. Stundum unnu krakkarnir þöglir, og stundum töluðust þau við. Þau urðu að keppast. Hendur þeirra voru kaldar og bleytuþrútnar, og önglunum hætti til að stingast í fingurna, svo að athyglinni varð ekki margskipt án áhættu. Þú ert eitthvað einkennileg í dag, Adda, sagði drengurinn, og þó gat hann ekki gert sér grein fyrir í hverju þessi einkennileiki var fólginn. Af hverju finnst þér það? svaraði stúlkan með viðurkenningardul í röddinni. Mér bara fannst það. Þú ert að hugsa eitthvað öðruvísi en vanalega. Það var skrítið. Ég hélt ekki, að hægt væri að sjá þannig lagað á fólki, sagði stúlkan. Og lóðirnar héldu áfram að hring- ast ofan í bjóðin, og taumarnir í lít- inn hring, og beitan fal oddinn nema þegar hún stakkst. í gegn og hékk bara á bugnum. Þú verður að stinga vel í beituna, annars hrekkur hún af þegar þeir róa út, sagði drengurinn og gægðist í bjóð stúlkunnar og rispaði sig uffl leið á öngli. Hvað var ég að hugsa um? spurði stúlkan og brosti í óvitaðri frýju. Nú, hvað þú værir orðin stór, hugsaði hann upphátt. Sjálfur var hann eitthvað svo annarlegur, þegar hann ímyndaði sér, að hann vseri fullorðinn. Þú gazt alveg rétt, sagði stúlkan, og augun brostu. — Veiztu þá hvað ég er gömul? Tólf ára. Nei. Nei, þú sagðir . . .
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.