Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 68
BJÖRN ÓL. PÁLSSON:
Auðnuskildingur
— Kafli úr óprentaðri skáldsögu —
Haustið kom, með sjósókn, og af-
mæli Öddu.
Alltaf hafði eitthvað verið haldið
upp á fæðingardag þeirra krakk-
anna á Látrum, en slíkt var kannski
ekki vani hér, enda vissu víst fáir,
að Adda litla varð þrettán ára í
dag. Það var nærri því tilviljun, að
Magnús fékk vitneskju um þetta.
Þau beittu um daginn, það var
þeirra verk eftir að róðrar hófust.
Mest var farið með kastlóðir. Þeir
Vilmundur og Halldór voru bara
tveir á.
Beitingaskúrinn var niðri við sjó.
Hann var rakur, saltlyktandi og
kaldur. Þar voru geymd veiðarfæri.
Oftast var aflinn saltaður á gólfið
í öðrum enda hans, sölufiskurinn sér
í stafla og umsaltaður, en ruslfiskið
í hrúgu, í það var úrsaltið notað.
Naust var hjá skúrnum. Þar var
báturinn geymdur á veturna.
Stundum unnu krakkarnir þöglir,
og stundum töluðust þau við. Þau
urðu að keppast. Hendur þeirra
voru kaldar og bleytuþrútnar, og
önglunum hætti til að stingast í
fingurna, svo að athyglinni varð
ekki margskipt án áhættu.
Þú ert eitthvað einkennileg í dag,
Adda, sagði drengurinn, og þó gat
hann ekki gert sér grein fyrir í
hverju þessi einkennileiki var
fólginn.
Af hverju finnst þér það? svaraði
stúlkan með viðurkenningardul í
röddinni.
Mér bara fannst það. Þú ert að
hugsa eitthvað öðruvísi en vanalega.
Það var skrítið. Ég hélt ekki, að
hægt væri að sjá þannig lagað á
fólki, sagði stúlkan.
Og lóðirnar héldu áfram að hring-
ast ofan í bjóðin, og taumarnir í lít-
inn hring, og beitan fal oddinn nema
þegar hún stakkst. í gegn og hékk
bara á bugnum.
Þú verður að stinga vel í beituna,
annars hrekkur hún af þegar þeir
róa út, sagði drengurinn og gægðist
í bjóð stúlkunnar og rispaði sig uffl
leið á öngli.
Hvað var ég að hugsa um? spurði
stúlkan og brosti í óvitaðri frýju.
Nú, hvað þú værir orðin stór,
hugsaði hann upphátt. Sjálfur var
hann eitthvað svo annarlegur, þegar
hann ímyndaði sér, að hann vseri
fullorðinn.
Þú gazt alveg rétt, sagði stúlkan,
og augun brostu. — Veiztu þá hvað
ég er gömul?
Tólf ára.
Nei.
Nei, þú sagðir . . .