Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 74
54
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þessa dúks, hefur hann lagt orðið út
mauttull.
Mauttull þessi á sér mjög merki-
lega sögu, og hafði þó nokkur áhrif
á rás viðburða í hinum austrænu
heimkynnum sínum. Uppruni hans
er sagður þessi. Sendimaður Abgars
konungs var meðal annars listmál-
ari, og í elztu heimild, þar sem
myndar Krists er getið í sambandi
við sendiferðina, er sagt, að hann
hafi málað mynd af Kristi og fært
konungi sínum. Þessi sögn mun vera
frá því um miðja fjórðu öld. Hverfur
svo myndin sjónum sögunnar um
tvær aldir. Kemur þá sú fregn, að
til sé mynd eða málverk af Kristi í
Edessu, og sé myndin að uppruna
ekki mannaverk. Fylgir sögunni, að
þessi mynd hafi á yfirnáttúrulegan
hátt hjálpað borgarbúum Edessu, er
þeir vörðu borgina fyrir Persum
árið 544. Þegar vígðu vatni var
stökkt á hana, og svo af henni á
turn mikinn, er Persar höfðu látið
gera, kviknaði í honum og brann
hann til kaldra kola, en Persar léttu
umsátinni. (Sagnaritarinn Procopíus,
sem uppi var, þegar Persar sátu um
borgina, minnist ekkert á myndina,
en segir, að borgarbúar hafi grafið
neðanjarðargöng að turninum, kom-
ið þar fyrir eldsneyti og kveikt í
honum. Persar héldu, að eldurinn
kæmi að ofan, og urðu vísir hins
sanna, þegar of seint var orðið að
slökkva). Loks um árið 730 skýrir
Jóhannes frá Damaskus fyllilega
uppruna myndarinnar, en frásögn
hans er á þessa leið:
Þegar listamaður Abgars konungs
tó'k að mála Krist, veittist honum
örðugt að lýsa á máladúk sínum
svipbrigðum í andliti lausnarans og
lét loks hendur fallast. Tók þá drott-
inn vor dúkinn og brá honum á and-
lit sér. Við það birtist mynd af
ásjónu hans á dúknum, og var hann
svo fluttur til konungs Armeníu.
Hvarf dúksins um nokkrar aldir þar
á eftir er skýrt á tíundu öld á þann
hátt, að sonarsonur Abgars, guðlaus
maður, hafi látið fela dúkinn, og
fannst hann ekki fyrr en svarf mest
að Edessumönnum í sumsát Persa
um borgina árið 544, eins og fyrr
greinir. Mun lítill efi á því, að um
það leyti hefir einhver gömul mynd
fundizt og verið strax fagnað sem
mynd þeirri af Kristi, er Abgar
hafði átt. Hefur því verið trúað, að
hún væri ekki gerð af mannahönd-
um, heldur drottni sjálfum.
Frá þessum tíma óx frægð þessa
dúks, og ljómi hans varð mikill. Var
þetta af ýmsum ástæðum, sem hér
verða ekki greindar. Þó skal þess
getið, að hann var í miklum háveg-
um hafður á þeim tímum, er mynda-
deilurnar frægu geisuðu í Austur-
löndum (725—843), Var myndadýrk-
endum ekki lítil stoð í því að geta
bent á mynd af Kristi, gerða af
honum sjálfum. Hvað þurfti frekar
vitna við, þegar drottni sjálfum
hafði þóknazt að gera mynd af sjálf-
um sér og senda hana Abgar kon-
ungi. Síðar töldu margir, að sigur
myndadýrkenda væri mikið að
þakka hinum heilaga dúk.
Eins og kunnugt er, lögðu Mú-
hammeðstrúarmenn Edessu undir
sig skömmu fyrir miðbik sjöundu
aldar. En ekki varð það myndinni
til tortímingar, því að sjálfir dýrk-
endur spámannsins virtu mikils hina
heilögu mynd, er varpaði slíkum
ljóma á Edessu. Fór frægð myndar-