Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 81

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 81
UPPHAF BYGÐA ÍSLENDINGA í N.D. 61 að húsinu, sem ég bjó í, og spyr mig: „Hefir þú vinnukonu handa mér?“ — „Ein er eftir.“ — „Get ég fengið hana?“ — „Það má vel vera, að við förum með þér.“ — Þegar til hans kom, leizt okkur vel á alt. Svo gekk ég með manninum inn í bæinn og komum við þar að húsi. Hann stanz- ar og segir: „Hér er skrifstofa mín, komdu inn; ég heiti Hunter og er ritstjóri Winnipeg Standard. Mig vantar fréttir frá Nýja-íslandi.“ — Ég sagði honum fréttir, sem gerðu ^fni í langa grein. — „En hvað ert þú að fara?“ spyr hann mig svo. — „Til Minnesota, að taka þar land fyrir alla, sem nú eru í Nýja-ís- landi.“ — „Fara með þá alla þaðan burtu? Viltu gefa mér fáeinar mín- útur til að tala við þig?“ — „Já, já.“ — „Þú ættir ekki að fara til Minnesota, þar er ekkert land, sem ég þekki til, fyrir svo marga, nema norðast, austan við Rauðá, og er það ekkert betra en Nýja-ísland; farðu til Pembina, þar er gott og ttúkið land.“ — Ég afréð strax í hug- anum hvað ég skyldi gera, og kvaðst fallast á það, sem hann ráðlegði mér. „Er það þá víst, að þú farir þang- að?“ — „Já, já.“ — „Bíddu við, ég skrifa með þér tvö bréf; viltu bíða eða koma á morgun eftir þeim?“ — »Ég bíð, því báturinn fer í nótt kk 2“. — „Það er gott,“ svarar Hunter og skrifar bréfin, annað til H. E. Nelson, hitt til Billy Good- fellow. Þeir voru í fyrri daga þektir af íslendingum, sem til Pembina komu. — „Nú, ekkert hik á þér,“ Segir Hunter við mig. „Þú ferð til Hsmbina. Ég sendi þér Standard þangað. Svo kemst ég að því hjá stúlkunni, hvort þú hefir efnt loforð þitt. Þú skrifar henni, ég er viss um það. „Vertu nú sæll.“ Hunter ritstjóri var tekinn að eld- ast, þegar afskipti hans grípa inn í landnámssögu íslendinga þeim til heilla, þótt ekki yrði þessi nýja ný- lenda þeirra eins víðlend í Dakota, vegna getuleysis þeirra, og æskileg- ast hefði verið. Hann var vitur mað- ur og fróður, alþýðuvinur mikill og bezti karl, og hefir óefað komizt við af bágindunum og hrakföllunum, er Islendingar nýkomnir og þekkingar- lausir í þessu kjörlandi sínu urðu að þola öll fyrstu árin í Nýja-íslandi. En það er af Magnúsi Stefánssyni að segja, að hann fór strax frá Hunter til séra Páls og Sigurðar Jósúa, að segja þeim hinar nýju fréttir og að hann væri alráðinn að fylgja öllum fyrirmælum Hunters ritstjóra. Séra Páll tók þessum tíðindum seinlega og áleit, að ritstjórinn væri braskari, sem benti á þessa land- spildu af eigingjörnum hvötum. Einnig fanst honum, að með þessari för sinni gengi Magnús á gerðan samning, að halda áfram ferðinni með sér, þar til komið væri til fyrr nefndu héraðanna í Minnesota. En Magnús lét sig ekki. Varð séra Páll eftir í Winnipeg, að starfa að and- legri heill íslendinga þar, en það varð úr, að Sigurður Jósúa bjóst strax til suðurferðar með Magnúsi. Undir eins og þeir félagar voru komnir til Pembina, færðu þeir mönnunum bréfin frá Hunter. Var Nelson umboðsmaður innflutninga fyrir Bandaríkin. Tóku þeir vel á móti þeim félögum og töluðu lengi við þá um hvar hentast mundi fyrir íslendinga að setjast að í Pembina héraði (county, sem sumir nefna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.