Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 82

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 82
62 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA sýslu). Eftir lýsingum að dæma, virt- ist Magnúsi og Sigurði Jósúa, að bezt mundi Islendingum reynast, að setj- ast að í vesturhluta Pembina héraðs- ins, austan undir Pembina hæðun- um, sem sumir nefna hálsa en flestir fjöll nú orðið. Lá landsvæði þetta vestur frá Cavalier þorpinu. En að halda lengra út á auðar slétturnar, álitu þeir að yrði örfátæku fólki of erfitt, en þar kváðu þeir Nelson og Goodfellow jarðveginn frjósamastan og beztu löndin til akuryrkju. Þegar móttakendur bréfanna frá Hunter heyrðu í hvaða átt þeir fé- lagar vildu halda í landaleit sína, skrifuðu þeir meðmælabréf með þeim til efnaðs bónda í Cavalier, að nafni John Bechtel (ritað líka Betchel). Hann var þýzkur að þjóð- erni en ættaður úr Pennsylvania ríki, og hafði setzt að í Cavalier 1875. Þangað héldu þeir félagar gangandi og óðu víða elginn nokkuð djúpt á þeirri leið; en frá Pembina suðvestur til Cavalier eru taldar tæpar þrjátíu mílur. í þorpinu var þá búið að reisa pósthús og sölubúð, en einungis hér og þar á stangli sáu þeir hús á þessu ferðalagi. John Bechtel í Cavalier tók á móti ferðamönnunum eins og hann væri faðir þeirra og veitti þeim bezta næturgreiða. Var Jón þýzki (eins og hann verður hér nefndur) íslendingum æfinlega hinn vinveittasti. Studdi hann þá með ráði og dáð fyrr og síðar, þegar þeir leit- uðu á náðir hans, sem oft bar við fyrstu árin. En það sýna dagbækur Jóhanns Schrams, að frá hans heim- ili að minsta kosti, var Jóni þýzka launuð hjálpsemi hans í dagsverkum strax fyrsta árið, og ýmsri annari greiðvikni, þegar stundir liðu fram. Daginn eftir flutti hinn góði gest- gjafi þá vestur til Butler Olsen, sem hafði fyrir nokkru síðan numið land og reist sér bæ á svæði því, er ís- lendingar nefndu einu nafni Sand- hæðir. Er það breiður, ávalur hrygg- ur í norðaustur hluta íslenzku ný- lendunnar. Þar er landið hátt og þurt, jarðvegur sendinn og ekki frjó- samur, en þar leizt íslendingum, ný- komnum úr Nýja-íslandi, einna bezt á sig eftir að hafa vaðið svo árum skifti vaðalinn þar. Bóndi þessi, sem var Norðmaður, hafði verið hermað- ur í innanríkisstríði Bandaríkjanna, 1861—65, sem Islendingar kenna við þrælana frá Afríku, er Norðan- menn þóttust ætla að frelsa úr klóm Sunnanmanna. Hann tók ágætlega á móti þeim Magnúsi og Sigurði Jósúa. Kallar séra Friðrik J. Berg- mann hann Bótólf Olsen, því margir landar nefndu fyrra nafn hans svo í fornri tíð og þótti það tungunni tamara. Verður svo hér gert. En þótt flestir þeir, sem um hann hafa ritað, nefni seinna nafn hans Olson, þá er miklu líklegra að Olsen sé frum- nafn hans, þótt það hafi breytzt úr sen í son eins og hjá fleiri Norðmönn- um í Ameríku — eða landar fært það til betra máls. — Bújörð Bótólfs norska lá liðuga (1%) mílu austur frá stað þeim, er Akra-pósthús stendur á. Lá þjóðvegurinn vestan úr íslenzku nýlendunni lengi fram hjá húsi hans. Áttu landar oft at- hvarf hjá honum fyrstu árin og undu sér vel hjá þeim hjónum, þvi þau tóku þeim æfinlega opnum örm- um, svo gestunum fanst þeir vera þar heima hjá sér. Er lítill vafi á, að ættarmótið og skyldleika kendin forna, áttu þar dýpstu ræturnar að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.