Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 84

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 84
64 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA séra Pál, félaga hans tvo og ungl- inga-skarann til Winnipeg, stendur í Framfara (I., 23., 14. maí), að ný- lega hafi „nokkurir menn úr flokki séra Páls Þorlákssonar farið til að skoða — og, ef til vi'll, nema — land, nálægt suðurlandamærum Manitoba (í Dakota?).“ Hvaðan þessi frétt er komin verð- ur ei vitað, en trúlegast, að hún hafi borizt frá Winnipeg og sé ávæning- ur af för þeirra Magnúsar og Sig- urðar Jósúa til Pembina. Ekki nafn- greinir blaðið nema Jóhann Pétur Hallsson og Árna Þorláksson Björns- sonar frá Nýhaga, og getur ekki Gunnars, sonar Jóhanns Hallssonar, sem var sá þriðji í förinni. En löngu seinna gefur Framfari í skyn, að þeir muni alls hafa verið fimm að tölu, sem lögðu af stað í þessa landnáms- för. Er bersýnilegt, að fréttir þessar eru fengnar á skotspónum. Ekki seg- ir blaðið frá því hver farkostur þeirra var frá Gimli til Winnipeg. En í næsta blaði, sem kemur út 31. maí, er frá því skýrt, að 1. maí hafi Friðjón Friðriksson lagt af stað á York-bát upp til Winnipeg að kaupa vörur, og að um sama leyti hafi Samson Bjarnason farið á York-bát sínum í sömu erindum til Winnipeg. Komu þeir kaupmennirnir aftur til Gimli 7. maí „hvor með sinn báts- farm af alls konar vörum.“ í dagbókum Jóhanns Schrams stendur við 30. apríl: „Friðjón og Samson fóru af stað upp til Winni- peg,“ sem er áreiðanlega réttara en í Framfara, sem telur 1. maí. Einnig skrifar J. S. í dagbækurnar við sama dag (30. apríl): „Faðir minn og Gunnar bróðir fóru af stað suður til Minnesota.“ En á öðrum hvorum þessara seglbáta hafa Jóhann, Gunn- ar og Árni farið upp til Winnipeg, og er þá engum blöðum um það að fletta, að þeir hafa tekið sér farið með Samson Bjarnasyni, sem var í sama söfnuði og þeir og undir sömu sök seldur, enda er það fullyrt af Árna Magnússyni í Minningarriti Dakota-bygðarinnar (bls. 29). Eftir nokkurra daga dvöl í Winni- peg lögðu félagarnir þrír af stað suður Rauðá með gufubát, ásamt séra Páli Þorlákssyni foringja sínum og hirði. Var það enn efst í huga hans og þeirra allra að leita nýs landnáms í Minnesota, en vildi þó áður hafa tal og fá fulla vissu af þeim tveim samferðamönnum sín- um, er slitið höfðu félag við hann í bráð og haldið til Pembina héraðs- ins, að áeggjan Hunters ritstjóra. Séra Páll og förunautar hans munu hafa stígið af skipinu í Pembina litlu fyrr en þeir Magnús og Sigurður Jósúa komu þangað keyrandi með Bótólfi norska vestan úr landskoðunarför sinni, þar sem þeir höfðu valið sér bújarðir, sem þeir voru staðráðnir í að láta skrifa sig fyrir á skrifstofunni í Pembina. Það þótti presti harla fljótráðið. En svo mjög lofuðu þeir alla landkosti þar vestur frá, að honum og félögum hans fanst það ilt til afspurnar, ef þeir leituðu langt yfir skamt og hreptu svo hið verra hlutskiftið í Minnesota, þar sem úr var búið að velja alla beztu landshluta til bygð- arlaga. Kunnu þeim að hafa flogið i hug orð Karla, þau er hann mælti við Ingólf landnámsmann: „Til ills fórum vér um góð héruð, er vér skul- um byggja útnes þetta.“ Enda hefðu þau máske á þeim sannast austur i
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.