Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 84
64
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
séra Pál, félaga hans tvo og ungl-
inga-skarann til Winnipeg, stendur
í Framfara (I., 23., 14. maí), að ný-
lega hafi „nokkurir menn úr flokki
séra Páls Þorlákssonar farið til að
skoða — og, ef til vi'll, nema — land,
nálægt suðurlandamærum Manitoba
(í Dakota?).“
Hvaðan þessi frétt er komin verð-
ur ei vitað, en trúlegast, að hún hafi
borizt frá Winnipeg og sé ávæning-
ur af för þeirra Magnúsar og Sig-
urðar Jósúa til Pembina. Ekki nafn-
greinir blaðið nema Jóhann Pétur
Hallsson og Árna Þorláksson Björns-
sonar frá Nýhaga, og getur ekki
Gunnars, sonar Jóhanns Hallssonar,
sem var sá þriðji í förinni. En löngu
seinna gefur Framfari í skyn, að þeir
muni alls hafa verið fimm að tölu,
sem lögðu af stað í þessa landnáms-
för. Er bersýnilegt, að fréttir þessar
eru fengnar á skotspónum. Ekki seg-
ir blaðið frá því hver farkostur
þeirra var frá Gimli til Winnipeg.
En í næsta blaði, sem kemur út 31.
maí, er frá því skýrt, að 1. maí hafi
Friðjón Friðriksson lagt af stað á
York-bát upp til Winnipeg að kaupa
vörur, og að um sama leyti hafi
Samson Bjarnason farið á York-bát
sínum í sömu erindum til Winnipeg.
Komu þeir kaupmennirnir aftur til
Gimli 7. maí „hvor með sinn báts-
farm af alls konar vörum.“
í dagbókum Jóhanns Schrams
stendur við 30. apríl: „Friðjón og
Samson fóru af stað upp til Winni-
peg,“ sem er áreiðanlega réttara en
í Framfara, sem telur 1. maí. Einnig
skrifar J. S. í dagbækurnar við sama
dag (30. apríl): „Faðir minn og
Gunnar bróðir fóru af stað suður til
Minnesota.“ En á öðrum hvorum
þessara seglbáta hafa Jóhann, Gunn-
ar og Árni farið upp til Winnipeg,
og er þá engum blöðum um það að
fletta, að þeir hafa tekið sér farið
með Samson Bjarnasyni, sem var í
sama söfnuði og þeir og undir sömu
sök seldur, enda er það fullyrt af
Árna Magnússyni í Minningarriti
Dakota-bygðarinnar (bls. 29).
Eftir nokkurra daga dvöl í Winni-
peg lögðu félagarnir þrír af stað
suður Rauðá með gufubát, ásamt
séra Páli Þorlákssyni foringja sínum
og hirði. Var það enn efst í huga
hans og þeirra allra að leita nýs
landnáms í Minnesota, en vildi þó
áður hafa tal og fá fulla vissu af
þeim tveim samferðamönnum sín-
um, er slitið höfðu félag við hann í
bráð og haldið til Pembina héraðs-
ins, að áeggjan Hunters ritstjóra.
Séra Páll og förunautar hans
munu hafa stígið af skipinu í
Pembina litlu fyrr en þeir Magnús
og Sigurður Jósúa komu þangað
keyrandi með Bótólfi norska vestan
úr landskoðunarför sinni, þar sem
þeir höfðu valið sér bújarðir, sem
þeir voru staðráðnir í að láta skrifa
sig fyrir á skrifstofunni í Pembina.
Það þótti presti harla fljótráðið. En
svo mjög lofuðu þeir alla landkosti
þar vestur frá, að honum og félögum
hans fanst það ilt til afspurnar, ef
þeir leituðu langt yfir skamt og
hreptu svo hið verra hlutskiftið í
Minnesota, þar sem úr var búið að
velja alla beztu landshluta til bygð-
arlaga. Kunnu þeim að hafa flogið i
hug orð Karla, þau er hann mælti
við Ingólf landnámsmann: „Til ills
fórum vér um góð héruð, er vér skul-
um byggja útnes þetta.“ Enda hefðu
þau máske á þeim sannast austur i