Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 85
UPPHAF BYGÐA ÍSLENDINGA í N.D.
65
Minnesota. Var það að ráði gert, að
hefja nýja vesturför, svo séra Páll
°g þeir, sem í fylgd hans voru, sæu
kosti landsins með eigin augum og
fengju fulla vissu sína um hvað þeir
hreptu eða hverju þeir sleptu.
Eftir því sem næst verður komizt,
voru fimm manns í þessari síðari
landskoðunarferð suðvestur um
slétturnar: Séra Páll Þorláksson,
Jóhann P. Hallsson, Gunnar Jó-
'hannsson sonur hans, Árni Þorláks-
son Björnssonar og Magnús Stefáns-
son. Félagi þess síðast nefnda úr
fyrri förinni, Sigurður Jósúa Björns-
son, var lasinn eftir þá ferð og varð
eftir í Pembina. En á hreysti Magn-
usar beit ekkert á þeim árum. Segir
hann svo frá þessari ferð, í áður
greindri heimild sinni, að landskoð-
unar mennirnir hafi allir lagt af stað
vestur með Bótólfi norska, þegar
hann hélt aftur heimleiðis frá Pem-
bina, eftir að hafa ekið þangað með
landskoðendurna fyrri. í nágrenni
við Bótólf var kyn'blendingur, Amab
Loose að nafni, sem þá bjó þar sem
Stígur Þorvaldsson síðar reisti bæ
sinn (og nú stendur Akra-þorpið).
Hann fengu landskoðendur til að
%tja sig „út um landið, hringinn í
kring“. Atti Amab Loose fimm smá-
hesta (ponies) og tvo litla tvíhjólaða
Vagua, sem nefndir voru Rauðár-
vagnar eða kerrur (Red River
Carts). — „óku sumir en aðrir riðu“,
ritar Magnús. „Vorum við í þeirri
ferð fjóra daga, fengum brauð og
smjör frá Olson, en Loose skaut
endur og steiktum við þær, og suð-
Um egg. Við fórum suður að Garðar-
®k og skoðuðum líka landið í kring-
um Mountain og Hallsson. Ég vildi
yría að taka lönd þar sem Crystal
er nú og halda svo vestur með lækn-
um, en fékk því ekki ráðið fyrir
hinum. Þar sem Mountain og Halls-
son eru, leizt þeim bezt á landið, og
þar ánefndu þeir sér lönd.“*
Frá þessari sömu för skýrir séra
Friðrik J. Bergmann í áður nefndri
heimild, en lýsir henni nokkuð á
anhan veg en Magnús Stefánsson
mágur hans. Segir hann að þessir
landleitendur hafi lagt af stað frá
Pembina í blíðviðri og farið fótgang-
andi, komið um kvöldið til Cavaiier
og gist við góða aðhlynning hjá
John Bechtel (Jóni þýzka), sem hafi
gefið þeim margar og góðar upplýs-
ingar um landið. Daginn eftir hafi
þeir haldið í vesturátt og fylgt
Tunguá (Tongue River), ýmist fyrir
sunnan hana eða norðan. Komust
þeir upp á hæðir þær, er Sandhæðir
eru nefndar, og þótti land þar frem-
ur magurt. Blöstu þá við þeim háls-
ar þeir, er Pembina-fjöll nefnast.
Héldu þeir svo áfram þar til landið
tók aftur að lækka, og urðu þess þá
varir, að þar var sami frjósami jarð-
vegurinn og austur á sléttunum.
„Leizt þeim einkar vel á landið,“
•Hvergi mun þess geti?S, aS menn nafi
þetta ár numiÖ lönd aÖ Mountain, sem
fyrrum var nefnd aS Vik. Samt er það
ekki meS öllu ólíklegt, aS séra Páll hafi
IátiS skrifa sig fyrir landi sfnu þar þetta
haust, eSa aS minsta kosti valiS sér bú-
jörSina þá, því 25. september fór hann í
landaskoSun frá Jóhanni Hallssyni, aS því
er Jóhann Schram sonur Jóhanns ritar.
Einnig benda likur til, aS landnám föSur
hans og bræSra séu fyrirhuguS 4 þessum
staS áSur en þeir flytja þangaS á næsta
vori. Samt eru þetta getgátur. En svo er
aS sjá, aS séra Páll hafi tekiS ástfóstri viS
hæSina („fyrsta hjalla Pembinafjalla“)
vestan viS „Víkina", þar sem Mountain-
bær reis upp, en kirkjan stendur og þeir
látnu hvíla I þessari fornu landareign
hans, enda er hvergi fegurra en þar f
bygSum Islendinga í Dakota.