Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 91
UPPHAF BYGÐA ÍSLENDINGA í N.D.
71
að þær væru bitnar og kvaldar af
>,bolahundum“ (bullfly eða gadfly),
sem kliptu í sundur húð þeirra með
bittöngum sínum og verptu eggjum*
sínum í sárið eða húð skepnanna
svo bær urðu friðlausar.
í Dakota-sögu Þórstínu Þorleifs-
dóttur Jackson, bls. 260, segir Jón J.
Hörgdai frá því, að þegar þeir voru
nýkomnir til Bótólfs norska, hafi
hann, Gísli Egilsson, Gunnar J.
Hallsson, Árni Þorláksson (Björns-
sonar) og, að því er hann minnir,
•lUagnús Stefánsson, farið og skoðað
land vestur að Pembina-fjöllum og
norður að Tunguá. Höfðu þeir nesti
naeð sér og lágu úti í hvammi við
ana, skutu fugla (rjúpur), sem þeir
steiktu á leirhlóðum, og þótti sæl-
gseti. Voru menn mjög kátir 1 þess-
ari ferð, „því landið var yndislegt
°g veðrið svo blítt og brosandi sem
hugsast gat.“
Af þessum orðum er auðráðið, að
Árni Þorláksson hefir einnig verið
um kyrt syðra eftir landskoðuni'na
eins og Magnús og Gunnar. Samt er
^njög líklegt, að hann hafi þó aðal-
^ega staðnæmst austur í Pembina og
valið sér þar bújörð þetta ár „á
°ldunni“, fjórar mílur vestur af
þorpinu, því þeir, sem þangað flytja
snemma á næsta ári, eru taldir að
SGijast að í nábúð hans, en alfarinn
Ur Nýja-íslandi mun hann ekki
Hytja fyrr en með föður sínum árið
eftir.
^ess getur Jóhann Schram, að
Unatudaginn 13. júní hafi Jóhann
aðir sinn, Gunnar bróðir sinn, Sig-
nrður Jósúa, Jón J. Hörgdal og
énas Jónsson læknir, keypt í félagi
nxa-sameyki. Kostuðu þessir uxar
En kaupbætir hefir fylgt, þótt
þess sé ekki getið fyrr en síðar.
Mun J. P. Hallsson hafa lagt mest af
mörkum fram og hefir sjálfsagt stað-
ið fyrir kaupum þessum, eins og
séra F. J. Bergmann og J. J. Hörg-
dal skýra báðir frá. Segir hinn síðar
nefndi svo frá, að fimm mílur vest-
ur ,af landnámi Bótólfs hins norska,
hafi íslendingar hitt að máli tvo
canadiska félaga, sem sezt höfðu
þar að. Bjuggu þeir í tjaldi, áttu
akneyti og voru að byrja að brjóta
land sitt. En leiðst mun þeim hafa
þarna og ekki viljað ílengjast þar.
Seldu þeir Jóhanni Hallssyni uxana,
plóginn, „Red River Cart“ og eitt-
hvert annað dót, er þeir áttu, en
J. J. H. segist hafa lagt nokkuð til
í kaup þessi, því þá hafi hann verið
fébirgur. Svo þegar heyskapur hafi
byrjað á hinu góða engi, þá hafi
Gísli Egilsson smíðað hrífu úr eik,
átta feta breiða, sem annar uxinn
var látinn draga. „Tvö handföng
voru að aftan til að halda henni
niðri og lyíta svo upp, þá er hún
varð full. Þannig voru sumar upp-
fundingar okkar svipaðar og hjá
Robinson Crusoe.“
Sunnudaginn (16. júní) byggðu ný-
lendumenn dálítinn kofa (geymslu-
skúr) á landi því, er seinna hét að
Hallsson. En á mánudaginn felldu
þeir tré fyrir Sigurð Jósúa. Voru
trjábolirnir (eða bjálkarnir) dregn-
ir á uxa þangað, sem byggja átti á
bújörð hans. Daginn eftir voru
veggir hlaðnir á þessum bústað hans
til bráðabirgða, sem var kofi með
skúr-lagi. Er trúlegt, að hann hafi
lokið von bráðar þeirri smíði og
dvalið þar eitthvað fyrsta sprettinn,
en um það bresta allir heimildir.
Laugardaginn, 22. júní, var byrj-