Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 94
74
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
lendum manni, sem orðinn var svo
mikill bóndi, að hann átti þreski-
vél.“
Seint á hausti 1878 (2. október)
keypti Jóhann Hallsson fimm grísi
af Bótólfi norska, hvern fyrir hálfan
annan dollar. En fyrsta bústofn
hans telur séra F. J. Bergmann,
þrjár kýr, tvö ungviði og vinnu-
uxa, sem nefndur var Bush. Einnig
getur hann um, að Jóhann hafi
keypt Rauðárkerru. Er áður minst
á þau kaup. En þær kerrur, sem
fyrr meir voru nefndar „sléttu-
skonnortur", voru allar tegldar
saman úr viði, en hvergi járnrekn-
ar og eru orðnar að forngripum,
eins og allir okkar smíðisgripir
verða, en þess þó fyrr, sem meira
eykst hraðinn í mannheimum eins
og nú, þegar tíu ár sýnast umturna
miklu meira en árþúsundir forðum
daga.
Því hefir lengi verið á lofti haldið
hve lostæt jarðeplin voru mikið
notuð til manneldis fyrstu árin í
Dakota, þegar annarar fæðu varð
oft að ganga á mis. Þó mun það
ekki í sögur fært, að þessi ameríski
jarðarávöxtur hafi þar verið rækt-
aður hjá íslendingum þetta sumar.
En tímans vegna hefðu þeir, sem
þar settust að eftir landskoðunina,
getað búið sér til kartöflugarða og
sáð í þá, þótt allar líkur bendi til,
að Gunnar, til dæmis, hafi unnið
hjá Bótólfi norska upp á þær spýt-
ur, að eiga þar part sér eða hlutdeild
í kartöflu-uppskeru hans. Getur Jó-
hann Schram þess, að 26. september
hafi hann, Gísli Egilsson og Sig-
urður Pálsson farið ofan til Olsens
að taka upp jarðepli: „22 bushel af
tveimur, er sáð var þar.“ Síðar
skýrir hann frá því, að þetta haust
hafi hann og Gísli mágur hans unn-
ið við það í marga daga að taka
upp jarðepli og rófur (næpur) hjá
Bótólfi norska. Ritar hann 12. októ-
ber: „Við vorum að plægja upp kar-
töflur hjá Olsen fyrir okkur.“ En
14. sama mánaðar taka þeir upp
næpur (rófur) fyrir hann og tvo
næstu daga. Þá kom norðanhríð og
þeir héldu heim. Aftur eru þeir hjá
Bótólfi norska 21. og 22. október,
„að taka upp það, sem eftir var;“
en þann 23. fluttu þeir „næpurnar
heim fyrir 01sen.“ Um kvöldið
héldu þeir heimleiðis og fluttu með
sér 16 mæla (bushels) af næpum.
„Voru það vinnulaun mín fyrir
pabba,“ skrifar Jóhann Schram.
Dagbækurnar bera það með sér,
að ekki hafa piltar Jóhanns Halls-
sonar setið auðum höndum þetta ár.
Gunnar og Gísli voru í vinnu hjá
öðrum svo vikum skipti, oft austur
1 Pembina en einnig hjá Jóni þýzka
og Bótólfi norska og fleiri bænd-
um, er sezt höfðu að á þessum slóð-
um og hjá þeim vinnur Jóhann
Schram stundum, en mest vann
hann þó heima með föður sínum, og
Sigurður Pálsson oftast nær. En
stundum fóru þeir Gísli og Gunnar
fýluferðir til Pembina, því þar var
þá enga vinnu að fá, en full dagleið
fótgangandi hvora leið.
Hér að framan, síðan Jóhanns
Péturs Hallssonar getur, snúast við-
burðir mest um hann og hvað fólk
hans hefst að, en af öðrum suður-
förum segir fátt. Er þetta mjög
skiljanlegt, því í sinni greinargóðu,
ágætlega sömdu en full-stuttu sögn
þessara bygða, styðst séra Friðrik J-
Bergmann við sömu heimildir og