Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 94

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 94
74 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA lendum manni, sem orðinn var svo mikill bóndi, að hann átti þreski- vél.“ Seint á hausti 1878 (2. október) keypti Jóhann Hallsson fimm grísi af Bótólfi norska, hvern fyrir hálfan annan dollar. En fyrsta bústofn hans telur séra F. J. Bergmann, þrjár kýr, tvö ungviði og vinnu- uxa, sem nefndur var Bush. Einnig getur hann um, að Jóhann hafi keypt Rauðárkerru. Er áður minst á þau kaup. En þær kerrur, sem fyrr meir voru nefndar „sléttu- skonnortur", voru allar tegldar saman úr viði, en hvergi járnrekn- ar og eru orðnar að forngripum, eins og allir okkar smíðisgripir verða, en þess þó fyrr, sem meira eykst hraðinn í mannheimum eins og nú, þegar tíu ár sýnast umturna miklu meira en árþúsundir forðum daga. Því hefir lengi verið á lofti haldið hve lostæt jarðeplin voru mikið notuð til manneldis fyrstu árin í Dakota, þegar annarar fæðu varð oft að ganga á mis. Þó mun það ekki í sögur fært, að þessi ameríski jarðarávöxtur hafi þar verið rækt- aður hjá íslendingum þetta sumar. En tímans vegna hefðu þeir, sem þar settust að eftir landskoðunina, getað búið sér til kartöflugarða og sáð í þá, þótt allar líkur bendi til, að Gunnar, til dæmis, hafi unnið hjá Bótólfi norska upp á þær spýt- ur, að eiga þar part sér eða hlutdeild í kartöflu-uppskeru hans. Getur Jó- hann Schram þess, að 26. september hafi hann, Gísli Egilsson og Sig- urður Pálsson farið ofan til Olsens að taka upp jarðepli: „22 bushel af tveimur, er sáð var þar.“ Síðar skýrir hann frá því, að þetta haust hafi hann og Gísli mágur hans unn- ið við það í marga daga að taka upp jarðepli og rófur (næpur) hjá Bótólfi norska. Ritar hann 12. októ- ber: „Við vorum að plægja upp kar- töflur hjá Olsen fyrir okkur.“ En 14. sama mánaðar taka þeir upp næpur (rófur) fyrir hann og tvo næstu daga. Þá kom norðanhríð og þeir héldu heim. Aftur eru þeir hjá Bótólfi norska 21. og 22. október, „að taka upp það, sem eftir var;“ en þann 23. fluttu þeir „næpurnar heim fyrir 01sen.“ Um kvöldið héldu þeir heimleiðis og fluttu með sér 16 mæla (bushels) af næpum. „Voru það vinnulaun mín fyrir pabba,“ skrifar Jóhann Schram. Dagbækurnar bera það með sér, að ekki hafa piltar Jóhanns Halls- sonar setið auðum höndum þetta ár. Gunnar og Gísli voru í vinnu hjá öðrum svo vikum skipti, oft austur 1 Pembina en einnig hjá Jóni þýzka og Bótólfi norska og fleiri bænd- um, er sezt höfðu að á þessum slóð- um og hjá þeim vinnur Jóhann Schram stundum, en mest vann hann þó heima með föður sínum, og Sigurður Pálsson oftast nær. En stundum fóru þeir Gísli og Gunnar fýluferðir til Pembina, því þar var þá enga vinnu að fá, en full dagleið fótgangandi hvora leið. Hér að framan, síðan Jóhanns Péturs Hallssonar getur, snúast við- burðir mest um hann og hvað fólk hans hefst að, en af öðrum suður- förum segir fátt. Er þetta mjög skiljanlegt, því í sinni greinargóðu, ágætlega sömdu en full-stuttu sögn þessara bygða, styðst séra Friðrik J- Bergmann við sömu heimildir og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.