Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 97
KRISTINN STEFÁNSSON:
í þorpinu
Hver dagurinn var öðrum líkur,
hvert orð og atriði steypt í sama
mótinu, ekkert nýtt atriði, er fram-
leitt gæti nýja hugsun eða nýtt um-
talsefni. Nei, alt gamalt, urið og
slitið, lágt og ljótt.
Ekki vantaði þar þó bollalegging-
arnar, pukrið og óskapa mælgina, en
þetta var altaf eins, sömu orðin og
sömu hugsanirnar, gatslitnar fyrir
löngu. Og alt var þetta eitthvað út
í bláinn, og enginn vissi eiginlega,
að hverju því var stefnt.
Aldrei skyldi þar bóla á nokkrum
snefil af framtakssemi eða mann-
r®nu. Alt var látið hólkast, dragnast
áfram þunglamalega, letilega daginn
ut og daginn inn.
Þar var það almenn skoðun að
ekkert hastaði, nógur væri tíminn
til endurbóta á einu eða öðru. Járn-
hrautin ætti eftir drjúgan spöl
þangað enn. Það væri ekki vert, að
Vera að rúskota öllu fyrr en þá að
hún væri komin.
Húsin voru orðin næsta hrörleg,
því meðan þau toldu uppi, var það
ekki álitið ómaksins vert, að fást
nokkuð við aðgerð á þeim. Ekki var
heldur að tala um það að skreyta
neitt í kringum þau. Þau voru víst
n°gu góð, húsakynnin þeirra, þau
höfðu dugað og munu duga fram-
vegis, var jafnan viðkvæðið, þegar
það fréttist þangað, að einhver
hefði verið að furða sig á því, að
fólkið skyldi búa í öðrum eins
kumböldum.
Þá var nú heldur ekki verið að
þreyta sig á því, að veita burtu
forarpollunum á vorin. Þeir stóðu
þar í næði, sumir alt sumarið, og
sólin speglaði sig í þeim allan dag-
inn, þegar heiðríkt var, og kýrnar í
þorpinu drukku úr þeim. Og þegar
fram á sumarið leið lagðist yfir þá
græn og þykk slímhúð. Þá hætti
sólin að geta séð sig í þeim, en kýrn-
ar voru eins þorstlátar og áður og
drukku úr þeim eins ánægðar og
áður.
Aldrei hafði borið á því, að nokkr-
um hugsaðist að þetta gæti verið
heilsuspillandi fyrir þorpsbúa, þang-
að til einn góðan veðurdag, að Pétur
hafði orð á þessu — sagði það gæti
valdið veikindum. Hann var nýbúinn
að lesa grein í ensku tímariti um
það, hvað gæti orsakast af sóðaskap
og óhreinlæti. Þeir, sem Pétur átti
tal við um þetta, féllust allir á hans
skoðun. Það var svo sem ekkert lík-
legra en af þessu mundi leiða sjúk-
dóma, það væri næstum fyrirsjáan-
legt. En svo fengu pollarnir að
stækna og úldna þarna í sólarhit-
anum, því enginn vildi taka þá