Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 97

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 97
KRISTINN STEFÁNSSON: í þorpinu Hver dagurinn var öðrum líkur, hvert orð og atriði steypt í sama mótinu, ekkert nýtt atriði, er fram- leitt gæti nýja hugsun eða nýtt um- talsefni. Nei, alt gamalt, urið og slitið, lágt og ljótt. Ekki vantaði þar þó bollalegging- arnar, pukrið og óskapa mælgina, en þetta var altaf eins, sömu orðin og sömu hugsanirnar, gatslitnar fyrir löngu. Og alt var þetta eitthvað út í bláinn, og enginn vissi eiginlega, að hverju því var stefnt. Aldrei skyldi þar bóla á nokkrum snefil af framtakssemi eða mann- r®nu. Alt var látið hólkast, dragnast áfram þunglamalega, letilega daginn ut og daginn inn. Þar var það almenn skoðun að ekkert hastaði, nógur væri tíminn til endurbóta á einu eða öðru. Járn- hrautin ætti eftir drjúgan spöl þangað enn. Það væri ekki vert, að Vera að rúskota öllu fyrr en þá að hún væri komin. Húsin voru orðin næsta hrörleg, því meðan þau toldu uppi, var það ekki álitið ómaksins vert, að fást nokkuð við aðgerð á þeim. Ekki var heldur að tala um það að skreyta neitt í kringum þau. Þau voru víst n°gu góð, húsakynnin þeirra, þau höfðu dugað og munu duga fram- vegis, var jafnan viðkvæðið, þegar það fréttist þangað, að einhver hefði verið að furða sig á því, að fólkið skyldi búa í öðrum eins kumböldum. Þá var nú heldur ekki verið að þreyta sig á því, að veita burtu forarpollunum á vorin. Þeir stóðu þar í næði, sumir alt sumarið, og sólin speglaði sig í þeim allan dag- inn, þegar heiðríkt var, og kýrnar í þorpinu drukku úr þeim. Og þegar fram á sumarið leið lagðist yfir þá græn og þykk slímhúð. Þá hætti sólin að geta séð sig í þeim, en kýrn- ar voru eins þorstlátar og áður og drukku úr þeim eins ánægðar og áður. Aldrei hafði borið á því, að nokkr- um hugsaðist að þetta gæti verið heilsuspillandi fyrir þorpsbúa, þang- að til einn góðan veðurdag, að Pétur hafði orð á þessu — sagði það gæti valdið veikindum. Hann var nýbúinn að lesa grein í ensku tímariti um það, hvað gæti orsakast af sóðaskap og óhreinlæti. Þeir, sem Pétur átti tal við um þetta, féllust allir á hans skoðun. Það var svo sem ekkert lík- legra en af þessu mundi leiða sjúk- dóma, það væri næstum fyrirsjáan- legt. En svo fengu pollarnir að stækna og úldna þarna í sólarhit- anum, því enginn vildi taka þá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.