Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 98
78
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
erfiðisbyrði sér á herðar, að byggja
þeim út af landareign sinni.
Pétur var fyrir skömmu fluttur
til þorpsins. Því þóttust menn hafa
tekið eftir, að honum léki hugur á
því, að geta orðið nokkurs konar
leiðtogi bæði þar og í grendinni. En
ekki leið á löngu að hann varð fyrir
óvild og aðkasti ýmsra, er álitu hann
of afskiftasaman um það, sem honum
kæmi ekki nokkurn skapaðan hlut
við. Og svo var það ólíklegt, að sá
sem ekki gat séð misfellurnar á sínu
eigin ráði, gæti gefið öðrum ráð.
Hann hafði alt af verið í sífeldu
basli, og bar það fremur vott um að
hann væri lítill fyrirhyggjumaður,
og vart treystandi.
Það var eitt kalt og dimt vetrar-
kvöld, að Pétur sat einn við ofninn
heima hjá sér og vermdi sig. Hann
var í þungum þönkum. Framtíðar-
horfurnar voru ekki glæsilegar. Tak-
markið, er hann hafði ætlað sér að
ná, var langt í burtu. Honum fanst
hann jafnvel vera að fjarlægjast það.
Fjölskyldan var stór, en efnin smá.
Atvinnu var að vísu hægt að fá,
en bæði var það þrælavinna og svo
var þar að jafnaði samankomið
mesta illþýði. Það fór hrollur eftir
hryggnum á Pétri, er hann hugsaði
til þess, ef hann yrði að fara þangað.
Hann hafði aldrei orðið að lúta að
öðru eins. Hann var í rauninni ekki
einn af verkamanna stéttinni. Hann
hafði fyrst verið við verzlun og í
seinni tíð haft barnakenslu á hendi,
sem hann fyrir óvænt atvik misti.
Taldi hann það einn þáttinn af
mörgum í heimsins mikla ranglæti.
Pétur hugsaði margt. Hugurinn
flaug úr einu og í annað, fór langar
leiðir og kom svo aftur til Péturs
með fjölda ráðlegginga. Pétur gerði
svo sínar athugasemdir við þær.
Þeim var ekki treystandi, höfðu lítið
við að styðjast. Og hugurinn flaug
aftur af stað í leit að nýjum og betri
ráðum. Þá fanst Pétri eins og hvísl-
að væri að sér: Reyndu að hagnýta
þér heimsku annara! Þetta fór með
leifturhraða gegnum hann; blóðið
rann örara en áður og honum fanst
sér öllum hitna. Reyndu að hagnýta
þér heimsku annara, tautaði Pétur
fyrir munni sér í hálfum hljóðum.
Hún ætti að vera ein'hverjum til
gagns, þótt aldrei hafi eigendur
hennar gagn af henni, hugsaði hann.
Og honum fanst hann sjá, í hilling-
um þó, möguleikann — hann var
auðvitað langt í burtu, en alt vinst
með lempni og lagi; að fara hægt og
rólega, síga jafnt og stöðugt í horfið,
það er vissasti vegurinn að tak-
markinu.
☆
Það er nú liðið all-langt frá þeim
tíma, er um var getið, og Pétur
hafði nú fengið sér til fylgis sem
hollvætt og ráðunaut vin sinn Eirík.
Ekkert hafði þó Pétri orðið ágengt
með fyrirætlan sína. Alt sat við það
sama í því tilliti.
Meiri voru nú orðin brögð að því
en áður, hve lítill gaumur því var
gefinn, sem Pétur vildi fá fram-
gengt, og óvinsæld hans leit út fyrir
að færi heldur vaxandi. Honum tókst
þó furðanlega með lempni og blíð-
málum að mýkja skap þeirra, er
gengust mest fyrir því, að heyra
eitthvað fallegt sagt um sig, og Pétur
var auðugur af fögrum orðum, þegar
hann þurfti á þeim að halda.
Aftur var Eiríki svo háttað, að alt,