Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 100

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 100
80 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA að alt mundi fara vel. Hann kvaðst vita vel, hvernig hugir manna lægju viðvíkjandi kosningunni og kvað lítinn vafa á því, að Jón yrði þar undir. Hann hét Eiríki liðveizlu sinni, sagðist ekki vera mikils megn- ugur, en það gæti þó farið svo, að hann gæti orðið honum einhvers staðar til gagns og lágu talsverð drýgindi í orðunum. ☆ Svo kom vorið syngjandi frá suðurheimi, fyrst með hlýja mollu- daga, sem breiddu bláa góðviðris- blæju yfir landið, og svo með sól- skin og heiðan himinn. Lífsnautnin og frelsið fyltu loftið með gleði. Hver skógargrein varð að veizlusal og þar var ómengaður gleðibragur hjá veizlugestunum litlu, sem hungr- inu og frostinu hafði ekki tekist að lífláta. Gullbjartir glóknappar gægð- ust út á viðinum og kinkuðu kolli í vorgolunni, sem bauð þeim góðan daginn með kossi, og frá skóginum barst ilmur og söngur langar leiðir. í þorpinu var líka óvenjulega mikil hreyfing. Það var auðséð, að þar bar eitthvað nýrra við. Menn voru mikið hvikari í spori en vani var til og fljótari til svars. Þeir voru meira að segja farnir að hópa sig saman, farnir að ráðslaga um eitt- hvað. Það stóð eitthvað óvenjulegt til í litla þorpinu, sem aldrei hafði fengið orð fyrir það, að vera neitt sérlega fjörugt. Nú var þar sjáanlegt ofurlítið iðandi, baksandi mannfé- lagslíf. Menn fóru hér og þar að hlusta á ræðuhöld. Og þeir, sem enginn vissi til að gætu komið út úr sér orði í nókkru ræðuformi, svo nokkur heyrði, héldu nú langar ræð- ur um landsins gagn og nauðsynjar, sem bæru þeir skyn á stjórnmál út í yztu æsar. Eiríkur og Pétur voru á ferð og flugi hingað og þangað að fá loforð um atkvæði manna með Eiríki. Þeir neýttu naumast svefns eða matar, því nú voru kosningarnar í nánd og tíminn dýrmætur. Það flaug eins og fiskisaga um þorpið, að þangað væri kominn ein- hver stórherra frá höfuðborginni. Ekki var almenningi kunnugt um erindi hans. En það hlaut að vera einstakur dánumaður, því hann vildi vera öllum svo góður og ástúðlegur, og peninga sögðu menn hann hefði eins og sand. Þá var mikil glaðværð og fjör í vínsölukránni. Mönnum lá þar hátt rómur. Þeir voru óvanalega rjóðir í andliti og mælskir. Úti fyrir dyrunum stóð hópur af bændum. Þeir höfðu slegið hring utan um einn þeirra. Hann stóð í miðjum hringnum uppi á tunnu, sem hafði verið hvolft þar og kom nú í góðar þarfir sem ræðustóll. Heiðruðu tilheyrendur! svo hækk- aði hann raustina: Ég ætla ekki að halda langa ræðu hér; ég ætla bara að skora á ykkur að kjósa hann Jón. Ég var nú reyndar búinn að lofa honum Eiríki atkvæðinu mínu, en fari ég nú bölvaður, ef ég kýs hann. Hann fær engan til að greiða sér atkvæði, það er ég viss um. Ég setí-a ekki að standa eftir sneyptur með minni hlutanum. Jón er eins og kóngur; hann vill einhverju til kosta. Sjáið þennan, sem hann hefir sent til okkar núna, og lítið á hverju hann stakk að mér svona alveg o- beðið. — Hann dró upp úr vasa sín- um fimm dollara seðil. — Mér finst
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.