Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Blaðsíða 100
80
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
að alt mundi fara vel. Hann kvaðst
vita vel, hvernig hugir manna
lægju viðvíkjandi kosningunni og
kvað lítinn vafa á því, að Jón yrði
þar undir. Hann hét Eiríki liðveizlu
sinni, sagðist ekki vera mikils megn-
ugur, en það gæti þó farið svo, að
hann gæti orðið honum einhvers
staðar til gagns og lágu talsverð
drýgindi í orðunum.
☆
Svo kom vorið syngjandi frá
suðurheimi, fyrst með hlýja mollu-
daga, sem breiddu bláa góðviðris-
blæju yfir landið, og svo með sól-
skin og heiðan himinn. Lífsnautnin
og frelsið fyltu loftið með gleði.
Hver skógargrein varð að veizlusal
og þar var ómengaður gleðibragur
hjá veizlugestunum litlu, sem hungr-
inu og frostinu hafði ekki tekist að
lífláta. Gullbjartir glóknappar gægð-
ust út á viðinum og kinkuðu kolli í
vorgolunni, sem bauð þeim góðan
daginn með kossi, og frá skóginum
barst ilmur og söngur langar leiðir.
í þorpinu var líka óvenjulega
mikil hreyfing. Það var auðséð, að
þar bar eitthvað nýrra við. Menn
voru mikið hvikari í spori en vani
var til og fljótari til svars. Þeir voru
meira að segja farnir að hópa sig
saman, farnir að ráðslaga um eitt-
hvað. Það stóð eitthvað óvenjulegt
til í litla þorpinu, sem aldrei hafði
fengið orð fyrir það, að vera neitt
sérlega fjörugt. Nú var þar sjáanlegt
ofurlítið iðandi, baksandi mannfé-
lagslíf. Menn fóru hér og þar að
hlusta á ræðuhöld. Og þeir, sem
enginn vissi til að gætu komið út úr
sér orði í nókkru ræðuformi, svo
nokkur heyrði, héldu nú langar ræð-
ur um landsins gagn og nauðsynjar,
sem bæru þeir skyn á stjórnmál út
í yztu æsar.
Eiríkur og Pétur voru á ferð og
flugi hingað og þangað að fá loforð
um atkvæði manna með Eiríki. Þeir
neýttu naumast svefns eða matar,
því nú voru kosningarnar í nánd og
tíminn dýrmætur.
Það flaug eins og fiskisaga um
þorpið, að þangað væri kominn ein-
hver stórherra frá höfuðborginni.
Ekki var almenningi kunnugt um
erindi hans. En það hlaut að vera
einstakur dánumaður, því hann vildi
vera öllum svo góður og ástúðlegur,
og peninga sögðu menn hann hefði
eins og sand. Þá var mikil glaðværð
og fjör í vínsölukránni. Mönnum lá
þar hátt rómur. Þeir voru óvanalega
rjóðir í andliti og mælskir. Úti fyrir
dyrunum stóð hópur af bændum.
Þeir höfðu slegið hring utan um
einn þeirra. Hann stóð í miðjum
hringnum uppi á tunnu, sem hafði
verið hvolft þar og kom nú í góðar
þarfir sem ræðustóll.
Heiðruðu tilheyrendur! svo hækk-
aði hann raustina: Ég ætla ekki að
halda langa ræðu hér; ég ætla bara
að skora á ykkur að kjósa hann Jón.
Ég var nú reyndar búinn að lofa
honum Eiríki atkvæðinu mínu, en
fari ég nú bölvaður, ef ég kýs hann.
Hann fær engan til að greiða sér
atkvæði, það er ég viss um. Ég setí-a
ekki að standa eftir sneyptur með
minni hlutanum. Jón er eins og
kóngur; hann vill einhverju til
kosta. Sjáið þennan, sem hann hefir
sent til okkar núna, og lítið á hverju
hann stakk að mér svona alveg o-
beðið. — Hann dró upp úr vasa sín-
um fimm dollara seðil. — Mér finst