Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 102

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 102
82 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Einhvern veginn komst hann að því, að fólk var að skopast að hon- um og tala um þingmenskuna hans. Hann hafði orðið þess líka var, að Pétur og hann voru hafðir í sama númeri, þegar minst var á öfugar skoðanir og síngirni. Honum var ó- mögulegt að útrýma því úr huga sér, að hann hefði orðið fyrir háðung — hefði verið gerður að leikfangi. Pétur reyndi að telja honum trú um, að ekkert væri það til, sem álitist lítilsvirðing eða háðung, ef það stæði að einhverju leyti í sam- bandi við pólitískar kosningar, og eins væri með ósigur Eiríks. Þetta sýndi bara óþroskaða hugsun fólks- ins, og að það væri ekki ennþá búið að opna augun fyrir því rétta. Hann talaði mörgum fögrum orðum um djarfmannlega framkomu Eiríks. Sagði sér væri ekki gjarnt að hæla mönnum að jafnaði, sízt þeim áheyr- andi, en nú gæti hann ekki látið það vera, því sannfæring sín byði sér að tala svona. Þegar á leið sumarið fór Pétur að verða þess var, að Eiríkur fór að verða fálátari við hann en áður. Hann fór að fara tímunum saman einförum. Og þegar Pétur fór að hnýsast eftir því, hvað hann væri að fara, sagðist Eiríkur ganga þetta sér til heilsubótar og kvartaði undan meltingarleysi. Það var eitt kvöld að Eiríkur var á gangi úti í skógi, að hann sá tvo menn skamt frá sér, og er þeir komu auga á hann, benti annar þeirra á hann, og honum heyrðist hann segja: Þarna kemur þá þingmaður- inn, og svo hlógu þeir báðir. Eiríkur krepti hnefana án þess að hann tæki eftir því og það sló út um hann köldum svita. Hann fór leiðar sinn- ar og sagði ekki orð. Svo kom hann að fossinum, því þangað var förinni heitið. Hann var hár og vatnsmikill, féll í einu lagi beint niður af hamra- brúninni, eins og ógurlega breið og þykk snjóhvít voð væri breidd framan á bergið. Úðinn reis upp í gráum mökkum, sem teygðu úr sér í golunni og stóðu svo eins og stál- gráar súlur upp úr gljúfrinu. Eiríkur settist niður og blés mæði- lega. Hann horfði stöðugt á foss- fallið. En hvað hann var líkur foss- inum heima, þar sem ástmey hans og hann kvöddust í síðasta sinn, —• þar sem hann sá hana síðast. Og nú rann upp fyrir honum Júnínóttin bjarta og blælygna, sem var svo ó- umræðilega auðug af sorg og ófar- sæld. Og kveðjan barst nú aftur til hans í fossniðinum. Vertu sæll! Vertu sæll! Hann hafði altaf munað eftir henni, en nú fanst honum ómur þessara orða nístast í gegnum sig með eins miklum sársauka, eins og þegar hann heyrði þau fyrst. Og hvítlöðrandi straumurinn steyptist óaflátandi niður fyrir hamarinn með svo miklum þunga, að jörðin skalf- Fossinn hafði aldrei átt á bak að sjá vinum sínum. Hann var stór og vold- ugur strax í æsku og lagði undir sig alla lækina þar í nánd og tróð sér braut í hamrana fyrir löngu síðan. Og Eiríkur öfundaði hann. í honum sá hann valdið og kraftinn. Hann hafði líka ætlað sér að leggja undir sig strauma og troða sér braut 1 hamra erfiðleikanna. Hann hafði ætlað sér að verða stór og sigra- Og hann hafði átt sér vonir, en mist þær. Þær höfðu nú kvatt hann til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.