Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 104

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Page 104
\ 84 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA þeir nú allir auðráðnir. Þá barst líka sú saga út um þorpið, að einhverjir hefðu orðið varir við, að gengið hefði verið um hús þeirra um hánótt og skelt hurðum, og þeir voru sann- færðir um, að það var enginn lifandi maður. Eiríkur hafði verið veill í trúnni, og þess vegna var það ekki ólíklegt, að einhver slæðingur væri eftir hann. Og svo var honum eignað það. En um leið sá fól'kið nú alla kosti hans, og þeir voru nú orðnir ekki fáir. Hann var orðinn píslarvottur í augum þess. Hann hafði ósköp liðið og þolað fyrir sannfæringu sínu og sannleikann, og fólkið komst við — það varð virkilega klökt. Til minningar um hann, og til sóma fyrir þorpið var svo sem sjálf- sagt að fjölmenna til jarðarfararinn- ar, enda var þar margt manna, karl- ar, konur og börn. Það hafði verið sent eftir blómum til höfuðborgar- innar, og kistan var þakin af þeim. Þá þótti það og hæfa, að sem flestir héldu ræður yfir líkinu, og urðu margir við þeim tilmælum; en enginn var þar prestur. Þótti þeim öllum segjast vel. Töldu þeir mikla eftirsjón að Eiríki. Var honum líkt við Þórð Fólason í Stiklastaðaor- ustunni, þegar hann fékk banasárið og skaut merkisstönginni fastri í völlinn. Eins hefir Eiríkur borgið merki sínu, stefnunni, og undir það merki ættu menn að fylkja sér. Daginn eftir jarðarförina hafði Pétur vörukönnun í skrifpúlti Eiríks, því þar átti erfðaskráin að vera. Hann fann hana og las hana upphátt fyrir konuna sína, þegar hann var búinn að yfirfara hana með sjálfum sér. Hann var léttbrýnn á svipinn að loknum lestrinum, því nú sá hann fram á betri og bjartari daga en hann hafði áður vanist. Hann braut svo vandlega saman skjalið og leit blíðlega til konu sinn- ar og sagði: Hann hefir ekki gert það endaslept við okkur. J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.