Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Qupperneq 104
\
84 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þeir nú allir auðráðnir. Þá barst líka
sú saga út um þorpið, að einhverjir
hefðu orðið varir við, að gengið
hefði verið um hús þeirra um hánótt
og skelt hurðum, og þeir voru sann-
færðir um, að það var enginn lifandi
maður.
Eiríkur hafði verið veill í trúnni,
og þess vegna var það ekki ólíklegt,
að einhver slæðingur væri eftir
hann. Og svo var honum eignað það.
En um leið sá fól'kið nú alla kosti
hans, og þeir voru nú orðnir ekki
fáir. Hann var orðinn píslarvottur í
augum þess. Hann hafði ósköp liðið
og þolað fyrir sannfæringu sínu og
sannleikann, og fólkið komst við —
það varð virkilega klökt.
Til minningar um hann, og til
sóma fyrir þorpið var svo sem sjálf-
sagt að fjölmenna til jarðarfararinn-
ar, enda var þar margt manna, karl-
ar, konur og börn. Það hafði verið
sent eftir blómum til höfuðborgar-
innar, og kistan var þakin af þeim.
Þá þótti það og hæfa, að sem
flestir héldu ræður yfir líkinu, og
urðu margir við þeim tilmælum; en
enginn var þar prestur. Þótti þeim
öllum segjast vel. Töldu þeir mikla
eftirsjón að Eiríki. Var honum líkt
við Þórð Fólason í Stiklastaðaor-
ustunni, þegar hann fékk banasárið
og skaut merkisstönginni fastri í
völlinn. Eins hefir Eiríkur borgið
merki sínu, stefnunni, og undir það
merki ættu menn að fylkja sér.
Daginn eftir jarðarförina hafði
Pétur vörukönnun í skrifpúlti Eiríks,
því þar átti erfðaskráin að vera.
Hann fann hana og las hana upphátt
fyrir konuna sína, þegar hann var
búinn að yfirfara hana með sjálfum
sér.
Hann var léttbrýnn á svipinn að
loknum lestrinum, því nú sá hann
fram á betri og bjartari daga en hann
hafði áður vanist.
Hann braut svo vandlega saman
skjalið og leit blíðlega til konu sinn-
ar og sagði: Hann hefir ekki gert
það endaslept við okkur.
J