Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 108

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 108
88 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA kvæmni þýðinganna; en allar eru þær góður skáldskapur. Gunnsteinn Eyjólfsson: JÓN Á STRYMPU og fleiri sögur Núna fyrir hátíðarnar kom þessi bók út hér í borginni á kostnað dóttur höfundarins. En með því að ritstjóri þessa Tímarits var dálítið viðriðinn útgáfuna, þá verður henn- ar hér getið með því að endurprenta forspjall það er hann lét fylgja bókinni: — Mér er það bæði ljúft og skylt, að verða við bón útgefanda þessarar bókar, að fylgja henni úr garði með nokkrum orðum. Fyrir fjörutíu árum mintist ég höfundar hennar í íslensku tímariti, sem oft hafði flutt sögur hans, og nú fyrir skemstu lítillega í öðru sam- bandi. Ef einhver enn hefir forvitni á að kynnast því, þá er það annars staðar að finna. Síðan hefir viðhorfið á ótrúlega margan hátt breytst og mennirnir með. Kynslóðir hafa fæðst og þroskast til fullorðins ára og aðrar liðið undir lok. Öldur og straumar í hugsunarhætti, skáldskap og öðrum bókmentum hafa risið og fjarað út. íslensk skáldsagnagerð var þá hvorki mikil að vöxtum né fjölbreytt, svo um það bil, að fyrsta rit höfundarins sást á prenti fyrir tæpum sextíu árum, þótti alt slíkt ekki svo lítill bókmentalegur við- burður. Gunnsteinn Eyjólfsson kom ungur að aldri til þessa lands með foreldr- um sínum á fyrstu landnámsárum Nýja-íslands og ól þar allan sinn aldur. Lengi var þar ekki um aðra mentun að ræða en þá, sem menn gátu aflað sér í heimahúsum. En hann var óvenjulega fjölbreyttum gáfum gæddur, og foreldrar hans, þó bæði væri af eldri skólanum, bæði hyggin og vel gefin. í Nýja-íslandi virðist strax hafa verið ráðandi mik- ill menningarandi meðal betri manna, sem sjá má meðal annars af því, að ekki höfðu þeir óðar reist Skýli yfir höfuð sér, en að þeir komu á stofn blaði. Þá var Gunnsteinn innan við fermingu. Ekki ýkja mörg- um árum seinna er hann farinn að hafa áhrif í menningarlífi bygðar sinnar, bæði í músik og leiklist. Ungur byrjaði hann óefað líka að skrifa, því jafnvel þó fyrsta sagan, sem prentuð var (Elenóra) ekki kæmi út fyrr en hann var kominn á þrítugs aldur, þá var hún hvorki nýskrifuð né fyrsta tilraun í áttina til skáldlegra ritstarfa, því bæði mun hann hafa skrifað eitthvað undir gervinafni, og svo er ekki ólíklegt, að „Amerísk gestrisni“ og dæmi- sögurnar þrjár, sem allar munu hafa verið neðanmáls í Þjóðólfi um það leyti, hafi verið skrifaðar áður. Allar þessar fyrstu sögur ein- kennir beiskja og ótrú á mannlífið, jafnvel svo mjög, að merkir ritdæm- endur telja listina bíða hnekki við það. Það var alment sagt, að sannur fótur lægi til grundvallar fyrir Elenóru, en hvað sem því líður, var Gunnsteinn þá undir sterkustu á- hrifum raunsæisstefnunnar svo nefndu. Hann hefir auðsjáanlega lesið „Verðandi“, með Gest Pálsson í broddi fylkingar, og ýmsar bækur Norðurlandahöfundanna, sem hann skildi vel. Hann nefnir beinlínis eina bók Björnstjerne Björnsons, „Det
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.