Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Qupperneq 108
88
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
kvæmni þýðinganna; en allar eru
þær góður skáldskapur.
Gunnsteinn Eyjólfsson:
JÓN Á STRYMPU
og fleiri sögur
Núna fyrir hátíðarnar kom þessi
bók út hér í borginni á kostnað
dóttur höfundarins. En með því að
ritstjóri þessa Tímarits var dálítið
viðriðinn útgáfuna, þá verður henn-
ar hér getið með því að endurprenta
forspjall það er hann lét fylgja
bókinni: —
Mér er það bæði ljúft og skylt, að
verða við bón útgefanda þessarar
bókar, að fylgja henni úr garði með
nokkrum orðum.
Fyrir fjörutíu árum mintist ég
höfundar hennar í íslensku tímariti,
sem oft hafði flutt sögur hans, og nú
fyrir skemstu lítillega í öðru sam-
bandi. Ef einhver enn hefir forvitni
á að kynnast því, þá er það annars
staðar að finna. Síðan hefir viðhorfið
á ótrúlega margan hátt breytst og
mennirnir með. Kynslóðir hafa
fæðst og þroskast til fullorðins ára
og aðrar liðið undir lok. Öldur og
straumar í hugsunarhætti, skáldskap
og öðrum bókmentum hafa risið og
fjarað út. íslensk skáldsagnagerð
var þá hvorki mikil að vöxtum né
fjölbreytt, svo um það bil, að fyrsta
rit höfundarins sást á prenti fyrir
tæpum sextíu árum, þótti alt slíkt
ekki svo lítill bókmentalegur við-
burður.
Gunnsteinn Eyjólfsson kom ungur
að aldri til þessa lands með foreldr-
um sínum á fyrstu landnámsárum
Nýja-íslands og ól þar allan sinn
aldur. Lengi var þar ekki um aðra
mentun að ræða en þá, sem menn
gátu aflað sér í heimahúsum. En
hann var óvenjulega fjölbreyttum
gáfum gæddur, og foreldrar hans,
þó bæði væri af eldri skólanum, bæði
hyggin og vel gefin. í Nýja-íslandi
virðist strax hafa verið ráðandi mik-
ill menningarandi meðal betri
manna, sem sjá má meðal annars af
því, að ekki höfðu þeir óðar reist
Skýli yfir höfuð sér, en að þeir komu
á stofn blaði. Þá var Gunnsteinn
innan við fermingu. Ekki ýkja mörg-
um árum seinna er hann farinn að
hafa áhrif í menningarlífi bygðar
sinnar, bæði í músik og leiklist.
Ungur byrjaði hann óefað líka að
skrifa, því jafnvel þó fyrsta sagan,
sem prentuð var (Elenóra) ekki
kæmi út fyrr en hann var kominn
á þrítugs aldur, þá var hún hvorki
nýskrifuð né fyrsta tilraun í áttina
til skáldlegra ritstarfa, því bæði mun
hann hafa skrifað eitthvað undir
gervinafni, og svo er ekki ólíklegt,
að „Amerísk gestrisni“ og dæmi-
sögurnar þrjár, sem allar munu hafa
verið neðanmáls í Þjóðólfi um það
leyti, hafi verið skrifaðar áður.
Allar þessar fyrstu sögur ein-
kennir beiskja og ótrú á mannlífið,
jafnvel svo mjög, að merkir ritdæm-
endur telja listina bíða hnekki við
það. Það var alment sagt, að sannur
fótur lægi til grundvallar fyrir
Elenóru, en hvað sem því líður, var
Gunnsteinn þá undir sterkustu á-
hrifum raunsæisstefnunnar svo
nefndu. Hann hefir auðsjáanlega
lesið „Verðandi“, með Gest Pálsson
í broddi fylkingar, og ýmsar bækur
Norðurlandahöfundanna, sem hann
skildi vel. Hann nefnir beinlínis eina
bók Björnstjerne Björnsons, „Det