Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Side 114
Þntugasta og þriðja ársþing
Þjóðræknisfélags íslendinga \
Vesturheimi
var sett I Good Templarahúsinu á Sargent
Avenue um tlu leytiö á mánudaginn 2.
júní 1952 aÖ viÖstöddum milli 60—70
manns úr borgum og byggöum Vestur-
íslendinga. Þingsetning hófst með því aö
sunginn var sálmurinn „Þin miskunn, Ó,
guð, er sem himininn hár“. Svo flutti Dr.
Rúnólfur Marteinsson undurfagra bæn. Að
þvl loknu var sunginn sálmurinn „Faöir
andanna", og var Gunnar Erlendsson við
hljóðfærið I bæði skiptin, er sungið var.
Forseti Þjóðræknisfélagsins, séra Philip
M. Pétursson, flutti slöan all-langt og itar-
legt erindi um störf félagsins á umliðnum
16 mánuðum eða síðan þing var haldið I
febrúar 1951.
Ávarp forseta Þjóðræknisfélagsins
Háttvirtu og heiðruðu þingfulltrúar
og gestir:
í dag byrjum við á fundum hins þrítug-
asta og þriðja ársþings Þjóðræknisfélags
íslendinga I Vesturheimi. En nú 1 fyrsta
sinn á öllum þeim tíma, sem Þjóðræknis-
félagið hefir verið til, er þingið haldið að
sumri I stað miðsveturs. Þingin hafa und-
antekningarlaust hingað til verið I febrú-
armánuði ár hvert, þangað til nú. Og nú
fáum vér tækifæri til að dæma hvor tím-
inn er betri, febrúar eða júní, og líka
hvort að máltækið gamla sannist á þessu
þingi: „nýtt er geðfelt, gömlu er út helt.“
Ég vil, I byrjun þessara orða minna, I
nafni félagsins, bjóða velkomna á þingið
alla fulltrúa úr sérhverri bygð, og gesti
og aðra vini og óska þess, að með hjálp
og aðstoð þeirra allra nái þingið að fullu
tilgangi sínum og leggi góðan grundvöll
að starfsárinu, sem framundan er, að þing-
ið verði afkastamikið og öllum, sem þátt
í þvl eiga, til sóma og heiðurs!
Menn vita hver ástæðan er fyrir því, að
þingið er háð á þessum tima árs I stað
febrúarmánaðar eins og áður var, en hún
er sú, að samþylct var á næst síðasta þingi
að gera breytingu á 24. lagagrein félags-
ins, sem tók það fram að „Ársþing félags-
ins skyldi háð í febrúarmánuði ár hvert, á
þeiin stað og tíma, sem félagsstjórain á-
kveður.“ En breyting var gerð á þessari
lagagrein á þá leið að: „Ársþing þjóð-
ræknisféiagsins skal haldið á þeim stað og
tíma, sem hvert þing ákveður fyrirfram.“
Þessi breyting, samkvæmt 28. lagagrein,
varð að fá samþykki rlkisritara Canada.
Samþykki hans fékst ekki fyrir þingtíma
I fyrra, og þess vegna var þingið haldið í
febrúarmánuði það árið, en siðar fékst
samþykki hans. Nú eru liðnir 15 mánuðir
síðan að þing var síðast haldið. Og nú á
þessu þingi, áður en því verður slitið,
verðum við I samræmi við nýju lagagrein-
ina að ákveða með atkvæðagreiðslu tíma
og stað næsta þings. Það verður eitt af síð-
ustu hlutverkum þingsins, og ættu menn
að taka sér tíma þessa næstu daga, er
setið er hér á þingfundum og á samkom-
um, til að hugsa vel og gaumgæfilega um
það mál og um hvor tíminn geti orðið
Þjóðræknisfélaginu mest að gagni að hafa
þing sitt á, því það er félagsheildin og
velferð hennar, sem vér verðum og ættum
aðallega að hugsa um.
En svo varð önnur lagabreyting, sem nú
hefir líka öðlast gildi með samþykki ríkis-
ritara Canada, og er hún sú, að nú eiga
allar deildir félagsins jöfn réttindi á
þingum.
Þegar tillagan um að breyta þingtlman-
um, og að ákveða fyrirfram bæði stað og
tima hvers þings, var borin upp og sam-
þykt, sáu nokkrir meðlimir deildarinnar
Fróns að ógjörningur yrði að breyta 24.
lagagrein en að láta 21. lagagreinina
standa óbreytta, þar sem tiltekinn er rétt-
ur deilda, og helzt ef þingið ætti að vera
utan Winnipeg. Eins og áður hefir verið,
hafa deildirnar útnefnt fulltrúa, sem fóru
með þann atkvæðafjölda, sem deild þeirra
hafði heimtingu á eftir meðlimatölu þeirra.
En til þess að Frón fengi að njóta atkvæða
meðlima sinna, hefði hver einasti meðlim-
ur þurft að vera á þingi, sem aldrei enn
hefir átt sér stað. En nú koma fulltrúar
frá Fróni með sömu réttindi og allir aðrn
fulltrúar, en þó eru nokkrir einstaklingar,
sem vildu fara með sln eigin atkvæði og
því útnefndi Frón færri fulltrúa en deild-
in hafði heimtingu á, eins og seinna mun
koma I ljós af kjörbréfaskýrslunni. Þetta