Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 128

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1952, Síða 128
108 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA byggöirnar fyrir rausnarlegar móttökur og framlög, og lýsti fögnuöi sínum yfir þvl hve fjársöfnunin og íslenzka deildin væri nú vel á veg komin. Prófessor Finnbogi GuÖmundsson þakk- aöi meö hlýjum oröum heillaóskirnar sér til handa og boö um samvinnu, er komið höfðu fram bæði I skýrslunni og um- ræðunum. Að lokum var skýrslan samþykt á þann hátt, að þingmenn risu úr sætum og létu I ljósi ánægju slna með lófataki. Séra Friðrik A. Friðriksson prófastur frá Húsavík var staddur á þingi og bauð for- seti hann hjartanlega velkominn. Tók séra Friðrik til máls og minntist hlýlega á þjóðræknisstarfsemi Vestur-íslendinga og árnaði félaginu heilla. Nú sátu þingnefndir á fundum og gat forseti þess, að tlmi gæfist á meðan til að ræða að nokkru hvenær næsta þing yrði haldið og tóku þessir til máls: Ingólfur Bjarnason, Trausti Isfeld, H. B. Grímson, Th. J. Gíslason, J. B. Johnson, Ingibjörg Jónsson, Aldís Pétursson, Jó- hannes Anderson og Mrs. Sylvia De Lar- onde. Voru skoðanir all-skiptar. Samkvæmt tillögu Miss E. Hall og Ing- ólfs Bjarnasonar var fundi frestað til kl. 2 e. h. Fjórði fundur Þjóðræknisfélagsins var settur kl. 2 e. h. á þriðjudaginn 3. júní. Fundargerningur var lesinn og var hann samþyktur. T. J. Glslason lagði fram álit útgáfu- nefndar I fimm liðum og lagði til að það væri tekið lið fyrir lið; Mrs. S. De Laronde studdi. Álit útgáfunefndar 1. Þingið þakkar ritstjóra Timaritsins, Mr. Glsla Jónssyni, ágætt starf hans á árinu liðna. 2. Þingið vottar Mrs. Björgu Einarsson þakklæti fyrir hennar mikla dugnað við auglýsingasöfnun fyrir Tímaritið, og aug- lýsendum fyrir ágætan stuðning við ritið. 3. Þingið þakkar Þjóðræknisfélagi ís- lendinga I Reykjavík allan stuðning I sam- bandi við útbreiðslu Tímaritsins á íslandi. 4. þingið felur væntanlegri stjórnar- nefnd að sjá um útgáfu Tímaritsins á komandi ári og að ráða ritstjóra. 5. Vegna hins afarháa verðlags á öllu, og vegna þess að nefndinni skilst að á árinu, sem leið, hafi orðið fjárhagslegur halli I sambandi við útgáfu ritsins, þá leggur nefndin til, að I stað $1.00, eins og verið hefir, sé meðlimagjald félags- manna $2.00 og I því gjaldi innifelst Tlmarit félagsins. J. JOHNSON H. B. GRÍMSON T. J. GÍSLASON 1. liður var samþyktur samkvæmt til- lögu Mrs. B. E. Johnson og Jóns Jónssonar. 2. liður samþyktur samkvæmt tillögu Mrs. Backman og Einars Magnússonar. 3. liður samþyktur samkvæmt tillögu Ingibjargar Jónsson og Mrs. L. Sveinsson. 4. liður samþyktur samkvæmt tillögu J. B. Johnson og Finnboga Guðmunds- sonar. 5. liður. Mrs. B. E. Johnson lagði til, og Ingólfur Bjarnason studdi, að þessum lið væri vlsað til nefndarinnar, sem kæmi inn á þing með Ný inál. Þá tilkynti Dr. Richard Beck, að ung- mennafélögin á Islandi hefðu I huga að reisa Stephani G. Stephansson skáldi minnisvarða á fæðingarstað hans I Skaga- firði og að því yrði komið I framkvæmd fyrir aldarafmæli skáldsins 3. okt. 19 53. Hefði framkvæmdarnefnd ungmennafélag- anna látið gera merki úr silfri er seljast ætti fyrir einn dollar hvert I þeim til- gangi að afla fjár til þessa fyrirtækis, og hafði Dr. Beck nokkur þessara merltja meðferðis ef félagsmenn myndu vilja styðja málið með þvl að kaupa þau. Dr. Beck beindi jafnframt þessari áskorun til væntanlegrar stjórnarnefndar félags- ins: „Vil ég beina því til væntanlegrar stjórnarnefndar, að hún beiti sér fyrir þvl, að aldarafmælis (hundruðustu ár- tlðar) Stephans G. Stephanssonar skálds næsta ár verði minnst með sem víðtækust- um og virðulegustum hætti vestan hafs, og eigi nefndin samvinnu um það mál við aðra aðila, er þar eiga hlut að máli, svo sem prófessorinn I Islenzkum fræðum við Manitobaháskóla, deildir félagsins, og aðra þá I byggðum íslendinga, er stuðla vilja að sllku hátíðahaldi." Var gerður góður rómur að ræðu Dr. Becks og Finnbogi prófessor Guðmunds- son tók til máls, og sagði að ekki væri ráð nema I tlma væri tekið. Sagði hann að afmælisdagur skáldsins, 3. okt., væri eigi hentugur til hátlðahalds og væri hann að leita sér upplýsinga um hvenær há- tlðahöldin á íslandi færu fram. Á þessu sumri hefðu yfir 20 Vestur-lslendingar heimsótt ísland og færi vel á því ef fleiri Vestur-íslendingar heimsæktu ísland næsta sumar og sætu hátíð Stephans G. Stephans- sonar. Létu báðir ræðumennirnir I Ijási aðdáun sina yfir andlegum afreksverkurn hins mikla skálds. Mr. G. J. Oleson frá Glenboro var stadd- ur á þingi, er hann skrifari deildarinnar þar, en sagði að fulltrúar hefðu ekki verið kosnir á þingið. Hann las skýrslu yí'r framkvæmdir deildarinnar á umliðnu árn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.