Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 11
rnögulega að finna. Sala þýðir í raun
að olíufyrirtækjum eru boðin mæli-
§ögn til kaups með það fyrir augum að
þau haldi síðan áfram rannsóknunum
ef þau meta fyrstu niðurstöður þannig
að frekari rannsóknir borgi sig.
Aðeins eitt þeirra hefur keypt sér að-
gang að mæligögnunum, það er
öorska ríkisfyrirtækið Statoil. Það
verður að segjast eins og er að sú stað-
reynd sýnir ekki mikinn áhuga á
svæðinu.“
Aðspurður segir Karl ástæðuna vera
að mörgu leyti skiljanlega. „Svæðið er
langt úti í hafsauga, langt frá allri
bjónustu og mjög erfitt yrði að stunda
þarna vinnslu með núverandi tækni.
Sjávardýpi við Jan Mayen er miklu
'Ueira en gengur og gerist á olíusvæð-
um á hafi úti. Við erum að tala um í
kringum 800 metra dýpi sem er marg-
falt það dýpi sem er á sumum stærstu
olíusvæðunum. Menn í olíuiðnaðin-
um tala um 300 til 400 metra sem
mikið dýpi, hvað þá 800 rnetra." Karl
segir að til þess að hægt sé að vinna
°líu á svona dýpi þurfi nýja og allt aðra
rækni en nú er fyrir hendi en reyndar
fleygi fram tækniþróun á þessu sviði.
Sameiginleg niðurstaða íslensku og
norsku vísindamannanna var sú að
eðlilegt væri að næsta skref við rann-
sókn svæðisins yrði könnunarboranir
til þess að ganga úr skugga um hvers
konar jarðlög eru þarna.
Karl segir að sér sýnist lítið hafi
gerst í olíuleitarmálum við Jan Mayen
undanfarin tvö ár en nú virðist ríkis-
stjórn íslands hafa hug á að vekja
áhuga Norðmanna á ný með því að
hvetja til skipunar sameiginlegrar
nefndar íslendinga og Norðmanna til
að fjalla frekar um olíuleit við Jan
Mayen. — En gáfu niðurstöður rann-
sóknanna við Jan Mayen vonir um að
þar væri olía í einhverjum mæli?
„Því miður er ekki beint hægt að
segja það. Við teljum okkur hins vegar
hafa séð í setlög, að vísu á miklu dýpi
undir hafsbotninum, sem gætu mögu-
lega verið hliðstæð setlögunum sem
eru við Noreg annars vegar og við
Austur-Grænland hins vegar. Jan
Mayen svæðið er eins og flís af megin-
landsskorpunni, sem féll inn á milli
þessara tveggja svæða áður en land-
rekið færði þau í sundur. Ef jarðlaga-
gerðin á svæðunum sitt hvoru megin
við „flísina" er hagstæð er mögulegt að
það gildi einnig um svæðið á milli.“
Við spyrjum Karl að lokum um hans
eigin framtíðarsýn varðandi olíu á fs-
landi. Hann skellir uppúr og segir að
ísland ætti að ná hagstæðum samn-
ingum við olíuríka þjóð. „Annars er
þetta ekkert gamanmál," segir hann,
„en lýsir engu að síður skoðun minni
um möguleika okkar í allra nánustu
framtíð. Hvað varðar framtíðina þá
verð ég hins vegar að segja að ég er
næstum viss um að við munum ekki fá
neina nýtanlega olíu úr jörðu hér eða á
hafi úti næstu tíu eða tuttugu árin.
Málin gætu snarlega breyst með auk-
inni tækni við borun og þegar kostn-
aður við slíkt verður viðráðanlegri en
hann er í dag. Það er alls ekki óhugs-
andi að við munum horfast í augu við
breytta vinnslumöguleika sem hægt
væri að nýta við Jan Mayen eða Hat-
ton-Rockall. Nú, við megum ekki
gleyma því að yfirráðadeilan um Hat-
ton-Rockall svæðið er ekki enn út-
kljáð. Þangað til ættum við að fara vel
með dropann!“
Samstarf í slendinga og Norðmanna
Jón Sigurðsson iðnaðaráðherra
hvatti nýlega til þess að komið yrði
a fót samstarfsnefnd Islendinga og
Norðmanna vegna olíuleitar og
rannsókna við Jan Mayen.
Jón segir að nýlega hafi verið tekið
saman yfirlit um stöðu þeirra forrann-
sókna eða grunnrannsókna sem fram-
kvæmdar hafa verið á grundvelli þess
samnings, sem gerður var á milli þjóð-
anna tveggja um Jan Mayen svæðið.
nÞessi samningur er mjög merkilegur,“
Segir Jón, „því hann felur í sér sam-
komulag þjóðanna um að skipta með
Ser réttinum til þeirra auðlinda sem
bugsanlega finnast á svæði sem áður
var deilt um hvort tilheyrði land-
grunni íslands eðajan Mayen. Niður-
staðan var að hin almenna 200 sjó-
■nílna regla gildir frá íslandi í átt til
Jan Mayen. En á ákveðnu svæði ís-
lands megin línunnar eiga Norðmenn
fjórðungsrétt en Islendingar þriggja
fjórðu og á ákveðnu svæði handan
línunnar er þessu öfugt farið.“
Jón segir að forrannsóknarstiginu sé
eiginlega lokið og nú þurfi að leita
leiða til að vekja áhuga olíufélaga á
því að halda áfram raunverulegri leit á
grundvelli þeirra vísbendinga um til-
vist olíulinda og gaslinda sem fram
hafa komið. „Nú er það svo að Norð-
menn eiga aðgang að jarðeldsneytis-
lindum á sínu eigin hafsvæði sem eru
nærtækari fyrir þá. Þar eru líkurnar
einnig meiri á því að finna gas og olíu.
En ég legg mikla áherslu á það að leita
leiða í samstarfi við Norðmenn til þess
að vekja áhuga olíufélaga og annarra á
því að kanna Jan Mayen svæðið nán-
ar. Það er komið að því að fá þá til
þátttöku sem hugsanlega kynnu að
eignast nýtingarrétt síðar.“
Að sögn Jóns hefur hann skrifað
orku- og olíuráherra Noregs og átt
samtöl við hann og starfsmenn ráðu-
neytisins hans. Þá hefur Steinar Guð-
laugsson jarðeðlisfræðingur, sem bús-
ettur er í Noregi, tekið saman yfirlit
yfir stöðu þessa máls fyrir Jón. Hann
segist gera ráð fyrir því að hitta norska
ráðherrann fljótlega til að ræða þetta
mál sérstaklega. „Auðvitað eru mörg
óvissuatriði í þessu og líkurnar á því að
finna olíu og gas þama eru kannski
ekki jafnmiklar og sums staðar á
norska landgrunninu. En á þeim hluta
Jan Mayen svæðisins sem er okkar
megin línunnar er sennilega vænleg-
ast að leita frá okkar bæjardyrum séð.“
Aðspurður hvers vegna niðurstöður
rannsókna á Hatton-Rockall svæðinu
væru ekki gerðar opinberar segist Jón
engu vilja svara um það. „Af þeim
svæðum, sem við gerum tilkall til, er
líklegast að finnist olía og gas við Jan
Mayen.“
VERKTÆKNl 11