Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 43
Alemendur Jarðhitaskólans koma frá ýmsum heimshomum. Hér eru nemendur frá Níkaragúa, Kenýa, Tælandi og Kína 1
vettvangskönnun.
stofna háskóladeild við Háskóla Sanv
einuðu þjóðanna með aðsetur hér á
landi. I boðinu voru tvö svið til-
greind, þ.e. fiskveiðirannsóknir ann-
ars vegar og jarðhitarannsóknir hins
vegar. Eftir nána skoðun og viðræður
á milli aðila var síðan ákveðið að
stofna Jarðhitadeild Háskóla Samein-
uðu þjóðanna.“ Það kemur fram í máli
Ingvars að Háskóli Sameinuðu þjóð-
anna sé með aðsetur í Tókýó og sé ein
margra sérstofnana S.Þ.
Að sögn Ingvars eru deildir Háskóla
S.Þ. á mörgum stöðum í heiminum og
í raun eru nánast engir stúdentar við
nám við Háskólann í Tókýó. „Þeir eru
við nám við hinar ýmsu tengdastofn-
anir sem mynda það net sem Háskóli
S.Þ. er. Orkustofnun er ein slíkra
tengdastofnana og sú eina á Islandi.“
— Hvernig er fjármögnun Jarð-
hitadeildar Háskóla S.Þ. háttað?
„Fyrstu árin, á meðan verið var að
koma þessu verkefni af stað, var deild-
in hér á íslandi fjármögnuð til helm-
inga af Sameinuðu þjóðunum og ís-
lenskum stjórnvöldum en þegar bolt-
inn var byrjaður að rúlla og skólinn
kominn í gang fyrir alvöru þá jókst
kostnaðarlalutdeild íslands. Þannig
háttaði til að fjárhagur Sameinuðu
þjóðanna hafði versnað til muna og
var þess farið á leit við iðnvæddu ríkin
að þau fjármögnuðu beinan kostnað
við verkefnin. íslensk stjórnvöld
brugðust vel við þessu og undanfarin
ár hafa íslendingar greitt urn 80%
heildarkostnaðar og 20% koma frá
Sameinuðu þjóðunum." Ingvar segir
að hlutdeild íslands sé færð á fjárlög-
urn sem framlag til Sameinuðu þjóð-
anna. „Munurinn á þessari fjárveit-
ingu og öðrum héðan til Sameinuðu
þjóðanna er sá að framlagið til Jarð-
hitaskólans fer ekki úr landi,“ bætir
hann við.
Við spyrjum Ingvar að því hvernig
nemendur sæki skólann og hvaða
menntun þeir þurfi að hafa til að geta
nýtt sér þá sérhæfni sem þar er í boði.
„Stærsti hópurinn sem við höfum
haft í einu var einmitt að ljúka námi
nú í haust. Þetta eru þrettán karlar og
konur sem hafa stundað hér mjög sér-
hæft nám í sex mánuði. Inntökuskil-
yrðin eru lráskólapróf í raunvísindum
eða verkfræði og að minnsta kosti eins
árs starfsreynsla í jarðhitarannsóknum
eða vinnslu í heimalandi sínu.“ Ingvar
segir að það sé jafnframt áríðandi að
tryggt sé að nemendur skólans vinni í
þrjú ár lrið minnsta eftir að námi lýkur
við rannsóknir og vinnslu á jarðhita-
tengdum málurn í heimalandinu.
„Það er rnjög rnikil aðsókn í skólann
og við fáum inntökubeiðnir víða að úr
heiminum vegna þess að skólinn er
orðinn mjög þekktur. Starfsemin hef-
ur spurst út án þess að við höfurn þurft
að auglýsa skólann."
Ingvar segir að þegar umsóknir ber-
ist sé næsta skref að fulltrúi frá skólan-
urn heimsæki löndin sem umsóknirn-
ar korna frá til að meta þörfina fyrir
sérhæfingu á því sviði sem Jarðhita-
VERKTÆKNl 43