Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 33

Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 33
Snlfo^foníYo sem þessar virkjanir koma til með framleiða, dugar skammt til áfram- haldandi uppbyggingar stóriðju. bess fengu sextán hús orku frá virkjun- inni til lýsingar. Því getur þessi virkj- Un með réttu jafnframt talist fyrsta almenningsorkuveitan í landinu. I kjölfar þessa framtaks Jóhannesar voru byggðar smáar virkjanir víða um land. 1921 tók Elliðaárstöðin til starfa °g var hún mun stærri en þær virkjan- 't sem á undan komu, 1,03 MW að afli. Síðan hefur hver virkjunin af annarri verið reist og afl þeirra aukist að s'ama skapi. Fyrri áfangi Ljósafoss- stöðvarinnar í Sogi var tekinn í gagnið 1937 og þá var lögð háspennulína til Reykjavíkur. Afl virkjunarinnar var 8,8 MW. írafossstöðin, með 31 MW afl, tók til starfa haustið 1953 en í rnillitíðinni höfðu margar minni virkjanir verið byggðar og aðrar stsekkaðar. En virkjanir af þeirri stærðargráðu sem við þekkjum í dag voru ekki reist- ar fyrr en eftir að Landsvirkjun var stofnuð, 1. júlí 1965. Búrfellsvirkjun fteð sín 210 MW var tekin í notkun í tveimur áföngum, 1969 og 1972. Síð- an hefur raforkukerfið byggst hratt upp. Orka fór að streyma frá Sigöldu 1977 (150 MW) og frá Hrauneyjarfossi (210 MW) fjórum árum síðar. 1 ár var svo Blönduvirkjun (150 MW) vígð. Landsvirkjun hefur lokið undirbún- ingi fimrn virkjana til viðbótar, sem ráðast má í með stuttum fyrirvara; Sultartangavirkjun (110 MW), Fljóts- dalsvirkjun (240 MW), Vatnsfells- virkjun (70 MW), stækkun Búrfells- virkjunar (100 MW) og loks Villinga- nesvirkjun (30 MW). Þá er gert ráð fyrir stækkun Kröfluvirkjunar úr 30 MW í 60 MW og 30 MW raforkuveri á Nesjavöllum. Búið verður að nýta um 25% af því vatnsafli, sem hagkvæmt er talið að virkja, þegar byggingu þessara fimm virkjana hefur verið lokið. En ef samningar nást um byggingu álvers á Keilisnesi er sýnt að sú viðbótarorka, STÓRIÐJAN Upp úr aldamótunum reyndi Einar Benediktsson hvað hann gat að vekja áhuga útlendinga á því að kaupa af okkur orku. Hann vildi virkja stórt og selja orkuna til stóriðju. A vegum hlutafélagsins Títan, sem var í eigu Norðmanna og Islendinga, voru kost- ir þess að virkja Þjórsá með stóriðju í huga rannsakaðir ítarlega og niður- stöðurnar birtar á fullveldisárinu, 1918. Ekkert varð þó úr framkvæmd- um. Það var svo ekki fyrr en Aburðar- verksmiðjan í Gufunesi tók til starfa, rúmum aldarþriðjungi síðar, að saga stóriðju, sem nýtir orku úr fallvötnun- um, hefst á íslandi. Fékk Áburðar- verksmiðjan orkuna frá írafossstöð- inni. Kísiliðjan við Mývatn tók til starfa 1968, Álverið í Straumsvík ári síðar og Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga ellefu árum þar á eftir, 1979. Ekkert stóriðjufyrirtæki hefur Hitaveitulagnir lagðar í miðbæ Reykjavfkur. (Mynd: Hitaveita Reykjavíkur.) VERKTÆKNl 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.