Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 39
náttúran skaðist ekki og það verður að
kosta það sem það kostar. Ef það er
ekki gert gerum við okkur ekki grein
fyrir hvað framleiðslan kostar í raun
°8 veru.“
VIRKJAÐ FYRIR IÐNAÐ
fortíðarinnar
— Hvernig er þá skynsamlegast
fyrir íslendinga að nýta orkuauðlind-
irnar að þínu mati ?
..Orkulindirnar eru okkur mjög
'nikilvægar og þær eiga eftir að verða
okkur enn mikilvægari í framtíðinni.
Raforkan verður æ verðmætari. Hún
keppir við olíuna, sem er þverrandi
auðlind og kemur því augljóslega til
rneð að hækka verulega í verði í fram-
ríðinni. Þegar við stöndum frammi
fyrir þessu held ég að við getum aukið
•njög raforkunotkun innanlands. Ekki
er óhugsandi að við getum nýtt hana
til að knýja bíla. Þá eru miklar rann-
sóknir í gangi á framleiðslu vetnis sem
eldsneytis og þar höfum við mikla
rnöguleika. Það skipti okkur mjög
'uiklu máli ef við gætum keyrt fiski-
skipaflotann á vetni sem við fram-
leiddum sjálf. Og það er athyglisvert
að sennilega verður hægt að nýta þá
varntaorku, sem myndaðist við bruna
vetnisins um borð í skipunum, til
hitaveitu. Þau skiluðu þá varmanum í
land þegar þau kæmu til hafnar. Það
getur hjálpað til við að lækka háan
húshitunarkostnað sem við er að
glíma víða um land. Ef þetta gengur
eftir eigum við nánast að geta hætt
’nnflutningi á olíu nema í undantekn-
'ngartilvikum.
Það er líka til orkufrekur iðnaður
sem ekki er mengunarvaldur og getur
verið í takt við það sem landið þolir og
hýður upp á, eins og til dæmis vetnis-
framleiðsla. Ég sé fyrir mér að mestu
möguleikar okkar varðandi stóriðju sé
' framleiðslu á vetni, bæði til innan-
ktndsþarfa og til útflutnings. Eftir
tuttugu til þrjátíu ár er þetta raunhæf-
Ur möguleiki og jafnvel strax um
Uæstu aldamót. Að mínu mati höfum
við því flýtt okkur of mikið og margir
virðast halda að við séum að missa af
einhverju. Mér finnst hins vegar blasa
við að okkar möguleikar eru í náinni
ftamtíð, eftir tíu eða tuttugu ár. Ég
óttast því að það verði hlaupið til og
virkjað allt of hratt fyrir iðnað fortíð-
arinnar. Ég lít svo á að mengandi iðn-
aður sé ekki það sem koma skal.
Við verðum að hafa í huga að Island
er mjög viðkvæmt land og því er mjög
mikilvægt að við nýtum okkur orku-
lindirnar í iðnaði sem ekki mengar.
Það hefur áhrif á svo margt annað.
Það skiptir okkur miklu máli að varð-
veita ímynd sjávarafurðanna sem
hreinna og ómengaðra. Ferðaiðnaður-
inn byggir líka á því að við höldum
landinu eins ómenguðu og hægt er.
Þegar litið er til þessara þátta er ekki
nokkur vafi í mínum huga að fylgt
hefur verið rangri stefnu. Það hefur
verið talað um eina, tvær og jafnvel
upp í átta álverksmiðjur, sem mér
finnst vera alveg út í bláinn."
VETNISVERKSMIÐJUR
ÚTI UM LANDIÐ
— Núeru virkjanirfjárfrekarfram-
kvæmdir. Er því ekki nauðsynlegt að
hafa stóran bakhjarl eins og álver til
þess að þær beri sig? Varla er hægt að
virkja með smásölu á orkunni í huga?
„Auðvitað er alltaf erfitt að byrja en
við höfum nú fram að þessu tekið lán
fyrir virkjanaframkvæmdum. Því
miður höfum við ekki fengið út úr
þeirri stóriðju, sem þegar er til staðar í
landinu, það sem vonast var til. Ég
held að það gefi okkur miklu meira í
aðra hönd og hagnaðurinn komi fyrr
ef við leggjum áherslu á að minnka
innflutning á olíu.
Og ef farið verður út í að framleiða
vetni þarf til þess mikla raforku og þar
með virkjanir. Hagkvæmni stærðar-
innar er mjög lítil í vetnisframleiðslu
og tiltölulega lítill stofnkostnaður
miðað við til dæmis álver. Það væri
því hægt að byggja vetnisverksmiðjur
úti um landið og fara rólega af stað án
kollsteypu.
Við verðum líka að hafa það í huga
að beinn útflutningur raforku um
sæstreng getur verið raunhæfur mögu-
leiki en samningar um orkuverð og
afhendingu geta veriðvandaamir.
Með því værum við líka að flytja út
hráorku.
— í „hvítu bók“ ríkisstjómarinnar
er talað um að halda áfram markaðri
stefnu og jafnframt að halda áfram at-
hugunum á framleiðslu vetnis og út-
flutningi á raforku um sæstreng. Er
þetta ekki eitthvað sem Kvennalist-
inn getur sætt sig við?
„Það er hægt að setja orð á blað og
tala til dæmis um að það eigi að at-
huga með framleiðslu vetnis. En hvað
er gert? Ekkert, því miður. I ár var
veitt fjórum milljónum króna á fjár-
lögum til rannsókna vegna vetnisins
en ég get ekki séð að það hafi farið í
nokkurn skapaðan hlut. Hvað eru líka
fjórar milljónir miðað við það sem sett
er í rannsóknir almennt? Þetta sýnir
að menn eru sofandi. Mér finnst
skorta á vilja stjórnvalda hér á landi til
að við séum virkir þátttakendur í
rannsóknar- og þróunarstarfi á þessu
sviði. Við getum ekki bara beðið eftir
því að aðrir verði búnir að leysa málin
því þá missum við af lestinni."
Fiskifréttir
vikulegt frétta-
blað um
sjá varútvegsmál
Áskriftarsími 812300
VERKTÆKNl 39