Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 29

Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 29
ÚTFLUTNINGUR Á RAFORKU UM SÆSTRENG Raunhæfur möguleiki — Orkuhópur framtíðarkönnunar á vegum forsætisráðuneytisins spáði bví fyrir fáum árum að verðmæti út- flutnings á stóriðjuafurðum gætí orðið ntjög svipað og verðmæti sjávarafurða árið 2010. Sérðu fyrir þér að þessi spá geti ræst? „Ég tel ekki líklegt að hlutur stór- iðjunnar verði alveg svo mikill. Þó fer það að sjálfsögðu eftir markaðsað- stæðum. Ég bendi á að sú viðbót við stóriðjuframleiðsluna, sem felst í Atl- antsáls'verkefninu, nernur um tutt- ugu og fimrn milljörðum króna ef ég tnan rétt. Við þurfum þó að fá rniklu meiri útflutningsauka fram að alda- mótum og fram yfir þau heldur en felst í þessu verkefni. Ég er að vísu bjart- sýnn á að út úr sjávarútveginum geti komið veruleg viðbót með bættri nýt- ingu fiskistofna, aukinni hagkvæmni í rekstri og með hagkvæmari markaðs- setningu á afurðunum, meðal annars vegna hins nýja samnings um evrópska efnahagssvæðið. Ferðaþjón- usta mun líka skila tekjuauka. Þá finnst mér mjög líklegt að um aldamót verði útflutningur á raforku um sæstreng að veruleika sem muni þá að hluta koma í stað stóriðju. Tækn- iþróunin á sviði orkuflutninga bendir til þess að þetta gæti reynst raunhæfur möguleiki. Þannig mætti vel írnynda sér að það skiptust á hér á landi fram- kvæmdir sem tengdust orkufrekum iðnaði og framkvæmdir tengdar virkj- unum sem hugsaðar væru til að flytja út raforku um sæstreng. Það kynni að vera hagkvæmt til langs tíma litið og hæfilegra álag á hagkerfið að láta þetta skiptast á. Beinn raforkuútflutningur er þó að sjálfsögðu háður orkuverði í heimin- um. En miðað við það, sem menn sjá nú fyrir, þá nálgast það mjög að þetta fari ekki bara að verða tæknilega framkvæmanlegt heldur líka fjárhags- lega arðbært. En þá kemur alltaf upp spurningin um það hvað við ætlum að reikna með að fá mikla auðlindarentu af vatnsorkunni." — Nú tapast margfeldisáhrifin í hagkerfinu að rniklu leyti ef orkan er seld beint? „Já, og við verðum að miða kröfuna um afgjald fyrir orkulindirnar við það hvaða fórnarkostnaður felst í því að byggja á beinni sölu orkunnar, fremur en nýtingu hennar í orkufrekum iðn- aði. Viðmiðun samninga um slíka raf- orkusölu verður augljóslega þessi sem þú víkur að með spurningunni." LÍT Á FRAMLEIÐSLU VETNIS SEM FRAMTÍÐARMÁL EN EKKI AÐKALLANDI ÚRLAU SN AREFNI — I starfsáætlun ríkisstjórnarinnar er talað um að halda áfram athugun- um á framleiðslu vetnis sem orkubera. VERKTÆKNI 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.