Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 42

Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 42
Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna: Liður í þróun* araðstoð Islendinga „Nemendur Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna kynnast íslenskri sérþekkingu í rannsóknum og nýtingu jarðhita,“ segir skólastjórinn, Ingvar Birgir Friðleifsson, jarðfræðingur. „Skólinn er liður í þróunaraðstoð íslands.“ Skólinn er í húsnæði Orku- stofnunar við Grensásveg í Reykjavík og veggina prýða ljós- myndir af hópum nemenda frá ýmsum heimshornum og jafn ólíkum svæðum og Mið-Ameríku og Asíu. Gefum Ingvari Birgi orðið: „Skólinn er nú á þrettánda starfsári og má eiginlega segja að hann sé kom- inn á táningsaldurinn. Tilurð skólans var með þeim hætti að fyrrum aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna, U Thant, lagði til snemma á áttunda áratugnum að Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu há- skóla. Tillagan grundvallaðist á stofn- un mjög óvenjulegs háskóla, a.m.k. samanborið við háskóla í þeirri mynd sem við þekkjum þá, vegna þess að hlutverk hans ætti að vera að tengja saman háskóla og rannsóknarstofnan- ir út um allan heim. Á þann hátt vildi U Thant nýta slíkar stofnanir frekar en að byggja nýjan háskóla með fjöl- mörgum háskóladeildum." Ingvar heldur áfram og segir að ísland hafi verið á meðal aðildarþjóðanna sem studdu þessa hugmynd U Thants. „Ég held að ein meginástæða þess hve hugmyndin féll í góðan jarðveg hjá íslendingum hafi verið sú að menn sáu að þarna var ef til vill góður vettvang- ur til þess að vinna að alþjóðlegri þró- unaraðstoð — góður vettvangur fyrir Skólastjóri Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Ingvar Birgir Friðleifsson. fámenna þjóð að nýta sérþekkingu sína og jafnframt að veita þróunarað- stoð.“ Háskólinn var síðan stofnaður árið 1975 og fljótlega eftir það gerðu ís- lensk stjórnvöld Sameinuðu þjóðun- um boð um að ísland væri tilbúið að Lúðvík Georgsson verkfræðingur með nemendur í kennslustund í segulmæling' um. KennararJarðhitaskólans eru yfirleitt ekki með fleiri en tvo tilþrjá nemendur í einu. 42 VERKTÆKNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.